From Wikipedia, the free encyclopedia
Forsetakosningar Í Bandaríkjunum eru óbeinar kosningar. Í því felst að í hverju ríki fyrir sig kjósa kjósendur kjörmenn í kjörmannaráð. Kjörmenn kjósa svo forsetann og varaforsetann í beinum kosningum. Þessar kosningar eru á fjögurra ára fresti. Alltaf er kosið á tímabilinu 2.-8. nóvember á þriðjudegi.
Kosningaferlinu er stýrt af bæði sambands- og ríkjalögum. Hverju ríki er úthlutað ákveðnum fjölda kjörmanna í jöfnu hlutfalli við þingmannafjölda öldungadeildar og fulltrúadeildar. Þar að auki er Washington D.C. úthlutað kjörmönnum í jöfnu hlutfalli við minnsta ríkið.
Samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna hefur löggjafarvald hvers ríkis fyrir sig rétt á því að tilnefna kjörmenn að eigin vali. Þar af leiðandi er almenn atkvæðagreiðsla í höndum hvers ríkis fyrir sig en ekki alríkisins (e. federal government). Bandaríkjaþing hefur síðan lokaorðið hvað varðar niðurstöðu kosninga kjörmanna.
Hinir fyrstu leiðtogar Bandaríkjanna (e. founding fathers) stofnuðu það lýðræði sem hefur með tímanum þróast í það sem þekkist í dag. Þetta þótti algjör nýjung þar sem einveldi var það eina sem þekktist í flestum öðrum löndum. Með nýfengið frelsi undan breska heimsveldinu var hin óreynda þjóð ekki með neinn konung. Þess í stað kom forseti Bandaríkjanna sem fékk stöðu sína með kosningu. Þessari stöðu fylgdi sú ábyrgð að leiða ríkisstjórnina, framfylgja lögum og reglum landsins og sinna stöðu yfirhershöfðingja herafla þjóðarinnar. Þrátt fyrir að forsetinn sé orðinn táknmynd þess lífs sem Bandaríkin boða hefði þetta þó getað farið á allt annan veg. Áður en George Washington tók við embætti forsetans þann 30. apríl 1789 höfðu margir Bandaríkjamenn séð fyrir sér einveldi og kórónu fyrir þennan vinsæla plantekrubónda frá Virginíu. Hann harðneitaði þó að slíkt gæti orðið og feður stjórnarskrárinnar stóðu með honum í þeirri ákvörðun hans. Í meira en 200 ár hafa forsetar Bandaríkjanna og fjölskyldur þeirra búið á 1600 Pennsylvania Avenue í Washington D.C. í sandsteins höfðingjasetri sem þekkt er undir nafninu Hvíta húsið. Í því eru 132 herbergi, 412 hurðir, 28 arnar og ekki eitt einasta hásæti.[1]
George Washington var einn af stofnendum (e.founding father) og einn af aðal leiðtogum bandarísku byltingarinnar. Hann var kjörinn fyrsti forseti Bandaríkjanna og er sá eini sem hefur nokkurn tímann unnið slíka kosningu með einhljóða kjöri kjörmannaráðs (e.electoral college). Hann sat tvö tímabil áður en hann dró sig í hlé.[2]
Önnur grein í stjórnarskrá Bandaríkjanna kom upprunalega af stað þeirri aðferð sem notuð er í dag í forsetakosningunum ásamt því sem þekkist í kjörmannaráði. Var það árangur málamiðlunar stofnenda stjórnarskrárinnar sem vildu að þingið kysi forsetann og þeirra sem vildi að forsetinn yrði kosinn með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Prófkjör eru undanfari forsetakosninganna sjálfra þar sem kosið er um hvaða frambjóðendur munu verða í forsvari fyrir flokkinn og keppast um embætti forseta. Prófkjörið byrjar á því að kosið er innan ríkjanna í óbeinni kosningu sem þýðir að atkvæði kjósenda fer ekki beint til tiltekins frambjóðanda heldur til fulltrúa hans sem er svo skyldugur til þess að kjósa þann frambjóðanda á Landsfundi þess flokk sem frambjóðandinn tilheyrir.
Misjafnt er eftir ríkjum hvernig prófkjörið fer fram. Sum ríki notast við hlutfallskosningu þar sem fjöldi fulltrúa fer eftir hlutfalli atkvæða hvers frambjóðanda. Í öðrum ríkjum er það einn frambjóðandi sem fær alla fulltrúa þess flokk í tilteknu ríki ef hann fær flest atkvæði. Prófkjörið skiptist einnig milli þess þar sem notast er við venjulega kosningu sem er rekið af stjórn ríkisins eða opin kosning (e. caucus) sem þýðir að minni leynd hvíli yfir atkvæðum kjósenda og er haldið utan þá kosningu um af flokknum sjálfum[3].
Þegar flokkarnir hafa kosið innan ríkisins um hversu marga fulltrúa hver frambjóðandi fær er haldin landsfundur þar sem skorið er úr um hvaða frambjóðandi fái að bjóða sig fram til forseta fyrir sinn flokk. Allir flokkar hafa rétt á því efna til landsfundar en fundir demókrata og repúblikana fá mesta umfjöllun[4]. Á landsfundinum velja fulltrúarnir þann frambjóðanda sem þeir hafa gefið formlegt loforð um að kjósa. Ef kosningin sker ekki úr um hvaða frambjóðandi hljóti kosningu er kosið aftur en þegar kosið er aftur hafa fulltrúar frjálsar hendur og mega því kjósa þann frambjóðanda sem þeir vilja.
Kosningarnar eru á þann hátt að hvert ríki hefur sínar eigin kosningar um hverjir hljóta tilnefningu kjörmanna. Því eru forsetakosningarnar sambland margra aðskilinna kosninga sem haldnar eru samtímis[5].
Líkt og í öðrum kosningum í Bandaríkjunum er kjörgengi einstaklinga stjórnarskrárbundið og er framkvæmd kosninganna í höndum ríkjanna. Í stjórnarskránni er kveðið á um að ekki megi neita einstaklingum kosningarétti á grundvelli kynþáttar né kyns þeirra borgara sem náð hafa 18 ára aldri. Venjulega greiða kjósendur sín atkvæði á þann hátt að merkt er við einn frambjóðanda til forseta, ásamt varaforsetaefni hans, í kjörseðli sem inniheldur lista allra frambjóðenda viðkomandi ríkis. Atkvæðið sem frambjóðandi hlýtur er óbeint því í raun eru það kjörmenn hans sem hljóta atkvæðið.
Í kjörmannaráði eru 538 kjörmenn og er fjöldi þeirra úr hverju ríki í ágætu samhengi við íbúafjölda þess. Sá frambjóðandi sem ber sigur úr býtum í sérhverju ríki fær alla kjörmenn þess[6]. Að loknum kosningum, nánar tiltekið fyrsta mánudag í kjölfar annars miðvikudags í desember, koma kjörmennirnir saman í kjörmannaráði og velja forsetann og varaforsetann. Þrátt fyrir að tæknilegur möguleiki sé til staðar fyrir kjörmenn kjörmannaráðsins að velja hvaða frambjóðanda sem er hafa 24 ríki lög um refsingu í garð þeirra kjörmanna sem ekki velja þann frambjóðanda sem þeir hafa heitið að velja.[7] Snemma í janúar, þeim næsta í kjölfar forsetakosninganna, eru atkvæði kjörmannaráðs gerð opinber. Er það á þann hátt að sitjandi varaforseti Bandaríkjanna, þá í hlutverki forseta öldungadeildarinnar, sem gerir þeim skil á sameiginlegum þingfundi beggja deilda Bandaríkjaþings.
Ef enginn frambjóðandi nær 270 kjörmönnum þarf Fulltrúadeild Bandaríkjaþings að kjósa forsetann þar sem hvert ríki hefur eitt atkvæði og síðan þarf Öldungadeildin að kjósa varaforsetann þar sem allir Öldungadeildarþingmenn greiða atkvæði. Það hefur tvívegis gerst að þingið kjósi forsetann en árið 1800 þurfti Fulltrúadeildin að kjósa á milli þeirra Thomas Jefferson og Aaron Burr en á þeim tíma greiddu kjörmenn tvö atkvæði og var óskýrt hvort var til forseta og varaforseta. Það fór því svo að Jefferson og Burr voru með jafnmörg atkvæði og því þurfti þingið að kjósa forsetann. Í kjölfarið á þessu var reglum breytt og atkvæði til forseta og varaforseta betur aðskilin. Síðara tilvikið var árið 1828 en þá fékk Andrew Jackson flest atkvæði á landsvísu og flesta kjörmenn en náði ekki meirihluta kjörmanna, John Quincy Adams var því á endanum kjörinn forseti Bandaríkjanna af Fulltrúadeildinni en fjórum árum síðar var Andrew Jackson kjörinn forseti eftir yfirburðasigur á John Quincy Adams.
Kosningar | Ártal | Frambjóðandi Demókratískra-Repúblikana | Frambjóðandi Sambandssinna | Önnur framboð | ||
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 1788 | |||||
2 | 1792 | |||||
3 | 1796 | |||||
4 | 1800 | |||||
5 | 1804 | |||||
6 | 1808 | |||||
7 | 1812 | |||||
8 | 1816 | |||||
9 | 1820 | |||||
10 | 1824 |
Kosningar | Ártal | Frambjóðandi Þjóðernissinnaða Repúblikana | Frambjóðandi Demókrata | Önnur framboð | ||
---|---|---|---|---|---|---|
11 | 1828 | John Quincy Adams/Richard Rush | Andrew Jackson/John C. Calhoun | |||
12 | 1832 | Henry Clay/John Sergeant | Andrew Jackson/Martin Van Buren |
Kosningar | Ártal | Frambjóðandi Vigga | Frambjóðandi Demókrata | Önnur framboð | ||
---|---|---|---|---|---|---|
13 | 1836 | |||||
14 | 1840 | |||||
15 | 1844 | |||||
16 | 1848 | |||||
17 | 1852 |
Kosningar | Ártal | Frambjóðandi Demókrata | Frambjóðandi Repúblika | Önnur framboð | ||
---|---|---|---|---|---|---|
18 | 1856 | |||||
19 | 1860 | |||||
20 | 1864 | |||||
21 | 1868 | |||||
22 | 1872 | |||||
23 | 1876 | |||||
24 | 1880 | |||||
25 | 1884 | |||||
26 | 1888 | |||||
27 | 1892 | |||||
28 | 1896 | |||||
29 | 1900 | |||||
30 | 1904 | |||||
31 | 1908 | |||||
32 | 1912 | |||||
33 | 1916 | |||||
34 | 1920 | |||||
35 | 1924 | |||||
36 | 1928 | |||||
37 | 1932 |
Franklin D. Roosevelt, forsetaefni John Nance Garner, varaforsetaefni |
Herbert Hoover, forsetaefni Charles Curtis, varafosetaefni |
|||
38 | 1936 |
Franklin D. Roosevelt, forsetaefni John Nance Garner, varaforsetaefni |
Alf Landon, forsetaefni Frank Knox, varaforsetaefni |
|||
39 | 1940 |
Franklin D. Roosevelt, forsetaefni Henry A. Wallace, varaforsetaefni |
Wendell Willkie, forsetaefni Charles L. McNarvy, varaforsetaefni |
|||
40 | 1944 |
Franklin D. Roosevelt, forsetaefni Harry S. Truman, varaforsetaefni |
Thomas E. Dewey, forsetaefni John W. Bricker, varaforsetaefni |
|||
41 | 1948 |
Harry S. Truman, forsetaefni Alben W. Barkley, varaforsetaefni |
Thomas E. Dewey, forsetaefni Earl Warren, varaforsetaefni |
|||
42 | 1952 |
Adlai Stevenson II, forsetaefni John Sparkman, varaforsetaefni |
Dwight D. Eisenhower, forsetaefni Richard Nixon, varaforsetaefni |
|||
43 | 1956 |
Adlai Stevenson II, forsetaefni Estes Kefauver, varaforsetaefni |
Dwight D. Eisenhower, forsetaefni Richard Nixon, varaforsetaefni |
|||
44 | 1960 |
John F. Kennedy, forsetaefni Lyndon B. Johnson, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 303 Fylki: 22 Prósent: 49.7% Sigurvegarar kosninganna |
Richard Nixon, forsetaefni Henry Cabot Lodge Jr., varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 219 Fylki: 26 Prósent: 49.5% . |
|||
45 | 1964 |
Lyndon B. Johnson, forsetaefni Hubert Humphrey, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 486 Fylki: 44 + D.C. Prósent: 61.1% Sigurvegarar kosninganna |
Barry Goldwater, forsetaefni William E. Miller, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 52 Fylki: 6 Prósent: 38.5% . |
|||
46 | 1968 |
Hubert Humphrey, forsetaefni Edmund Muskie, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 191 Fylki: 13 + D.C. Prósent: 42.7% . |
Richard Nixon, forsetaefni Spiro Agnew, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 301 Fylki: 32 Prósent: 43.4% Sigurvegarar kosninganna |
Bandaríski sjálfstæðisflokkurinn George Wallace, forsetaefni Curtis LeMay, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 46 Fylki: 5 Prósent: 13.5% |
||
47 | 1972 |
George McGovern, forsetaefni Sargent Shriver, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 17 Fylki: 1 + D.C. Prósent: 37.5% . |
Richard Nixon, forsetaefni Spiro Agnew, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 520 Fylki: 49 Prósent: 60.7% Sigurvegarar kosninganna |
|||
48 | 1976 |
Jimmy Carter, forsetaefni Walter Mondale, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 297 Fylki: 23 + D.C. Prósent: 50.1% Sigurvegarar kosninganna |
Gerald Ford, forsetaefni Bob Dole, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 240 Fylki: 27 Prósent: 48.0% . |
|||
49 | 1980 |
Jimmy Carter, forsetaefni Walter Mondale, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 49 Fylki: 6 + D.C. Prósent: 41.0% . |
Ronald Reagan, forsetaefni George H. W. Bush, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 489 Fylki: 44 Prósent: 50.7% Sigurvegarar kosninganna |
Sjálfstætt framboð John B. Anderson, forsetaefni Patrick Lucey, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 0 Fylki: 0 Prósent: 6.6% |
||
50 | 1984 |
Walter Mondale, forsetaefni Geraldine Ferraro, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 13 Fylki: 1 + D.C. Prósent: 40.6% . |
Ronald Reagan, forsetaefni George H. W. Bush, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 525 Fylki: 49 Prósent: 58.8% Sigurvegarar kosninganna |
|||
51 | 1988 |
Micheal Dukakis, forsetaefni Lloyd Bentsen, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 111 Fylki: 10 + D.C. Prósent: 45.6% . |
George H. W. Bush, forsetaefni Dan Quayle, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 426 Fylki: 40 Prósent: 53.4% Sigurvegarar kosninganna |
|||
52 | 1992 |
Bill Clinton, forsetaefni Al Gore, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 370 Fylki: 32 + D.C. Prósent: 43.0% Sigurvegarar kosninganna |
George H. W. Bush, forsetaefni Dan Quayle, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 168 Fylki: 18 Prósent: 37.4% . |
Sjálfstætt framboð Ross Perot, forsetaefni James Stockdale, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 0 Fylki: 0 Prósent: 18.9% |
||
53 | 1996 |
Bill Clinton, forsetaefni Al Gore, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 379 Fylki: 31 + D.C. Prósent: 49.2% Sigurvegarar kosninganna |
Bob Dole, forsetaefni Jack Kemp, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 159 Fylki: 19 Prósent: 40.7% . |
Umbótaflokkurinn Ross Perot, forsetaefni Pat Choate, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 0 Fylki: 0 Prósent: 8.4% |
||
54 | 2000 |
Al Gore, forsetaefni Joe Lieberman, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 266 Fylki: 20 + D.C. Prósent: 48.4% . |
George W. Bush, forsetaefni Dick Cheney, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 271 Fylki: 30 Prósent: 47.9% Sigurvegarar kosninganna |
|||
55 | 2004 |
John Kerry, forsetaefni John Edwards, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 251 Fylki: 19 + D.C. Prósent: 48.3% . |
George W. Bush, forsetaefni Dick Cheney, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 286 Fylki: 31 Prósent: 50.7% Sigurvegarar kosninganna |
|||
56 | 2008 |
Barack Obama, forsetaefni Joe Biden, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 365 Fylki: 28 + D.C. Prósent: 52.9% Sigurvegarar kosninganna |
John McCain, forsetaefni Sarah Palin, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 173 Fylki: 22 Prósent: 45.7% . |
|||
57 | 2012 |
Barack Obama, forsetaefni Joe Biden, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 332 Fylki: 26 + D.C. Prósent: 51.1% Sigurvegarar kosninganna |
Mitt Romney, forsetaefni Paul Ryan, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 206 Fylki: 24 Prósent: 47.2% . |
|||
58 | 2016 |
Hillary Clinton, forsetaefni Tim Kaine, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 227 Fylki: 20 + D.C. Prósent: 48,2% . |
Donald Trump, forsetaefni Mike Pence, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 304 Fylki: 30 Prósent: 46.1% Sigurvegarar kosninganna |
|||
59 | 2020 |
Joe Biden, forsetaefni Kamala Harris, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 306 Fylki: 25 + D.C. Prósent: 51.3% Sigurvegarar kosninganna |
Donald Trump, forsetaefni Mike Pence, varaforsetaefni Kjörmannaatkvæði: 232 Fylki: 25 Prósent: 46.8% . |
|||
60 | 2024 |
Kamala Harris, forsetaefni Tim Walz, varaforsetaefni |
Donald Trump, forsetaefni J. D. Vance, varaforsetaefni |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.