Fjölsykra eða flókin kolvetni er sykra gerð úr tíu eða fleiri einingum, oftast mörg hundruðum eða þúsundum. Fjölsykrur eru oft bragðlitlar og leysast illa í vatni. Sykrur myndast við ljóstillífun og plöntur geyma næringarforða sem fjölsykruna mjölva sem er gerð úr mörg þúsund glúkósaeiningum. Beðmi er einnig fjölsykra úr mörgum glúkósaeiningum. Lítið er um sykrur í dýraafurðum. Helsta dýrasykran er glýkógen sem er fjölsykra úr glúkósa og finnst í lifur og vöðvum. Kítín er fjölsykra sem að er að finna í stoðgrind margra skordýra, áttfætlna og frumuveggjum sveppa.

Thumb
Þrívíddarlíkan af fjölsykrunni beðmi (selluósa)
Thumb
Uppbygging fjölsykrunnar glýkógen

Heimild

  • „Hvað eru sykrur?“. Vísindavefurinn.
  Þessi efnafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.