Fjölsykra eða flókin kolvetni er sykra gerð úr tíu eða fleiri einingum, oftast mörg hundruðum eða þúsundum. Fjölsykrur eru oft bragðlitlar og leysast illa í vatni. Sykrur myndast við ljóstillífun og plöntur geyma næringarforða sem fjölsykruna mjölva sem er gerð úr mörg þúsund glúkósaeiningum. Beðmi er einnig fjölsykra úr mörgum glúkósaeiningum. Lítið er um sykrur í dýraafurðum. Helsta dýrasykran er glýkógen sem er fjölsykra úr glúkósa og finnst í lifur og vöðvum. Kítín er fjölsykra sem að er að finna í stoðgrind margra skordýra, áttfætlna og frumuveggjum sveppa.
Heimild
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.