From Wikipedia, the free encyclopedia
Mjólkursafajurtir (fræðiheiti: Euphorbia) eru ættkvísl þykkblöðunga af ættinni Euphorbiaceae. Í ættkvíslinni eru yfir 2.000 tegundir. Mjólkursafajurtum er oft ruglað saman við kaktusa þar sem þær eru þyrnóttar og vaxa í svipuðu mynstri. Einkenni mjólkursafajurta, eins og heiti ættkvíslarinnar gefur til kynna, er hvítur mjólkursafi.[1]
Mjólkursafajurtir | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Euphorbia cf. serrata | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Samheiti | ||||||||||
|
Mjólkursafajurtir eru mjög fjölbreyttar. Sumar tegundir vaxa í þéttum hvirfingum og líkjast súlu eða kúlu. Aðrar tegundir vaxa í þyrnóttum runnum og eru með grannar greinar. Mjólkursafinn sem finnst í jurtinni er eitraður. Hann getur valdið eitingu ef hann lendir á húðina og þrota ef hann lendir í sárum eða augunum.[1]
Margar mjólkursafajurtir eru með þyrna, sem eru í rauninni sérhæfð blöð eða sprotar. Enginn safi finnst í þyrnunum og því eru þeir ekki hættulegir.[1] Mjólkursafajurtir finnast víða um heiminn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.