From Wikipedia, the free encyclopedia
Dólómítafjöll eða Dólómítarnir (ítalska: Dolomiti) eru fjallgarður á Norðaustur-Ítalíu. Þau eru hluti af suður-Ölpunum og og ítölsku héruðunum Belluno, Suður-Týról og Trentino. Hæsti punktur þeirra er 3.343 metrar.
Dolomiti Bellunesi-þjóðgarðurinn og önnur vernduð svæði eru innan Dólómítanna. Árið 2009 voru fjöllin sett á heimsminjaskrá UNESCO. Þau eru þekkt fyrir hvassa tinda sína.
Átta háfjallagönguleiðir (ítalska: alte vie) eru um fjöllin. Það tekur um viku að ganga allar leiðirnar og eru fjallaskálar (ítalska: rifugi) á leiðinni.
Dólómítafjöll draga nafn af dólómít, helstu steintegund þeirra. Hún fékk nafn eftir franska jarðfræðingnum Dieudonné Dolomieu (1750 -1801)[1] sem fyrstu greindi steintegundina árið 1791 eftir rannsóknir sínar í Ölpunum.[2]
Dólómít byggir á gömlum kóralrifum og marmarahvít gnæfa þau upp úr fjallgarðinum og þegar sólin sest slær á þau purpurarauðum bjarma. Jarðmyndanir úr kalksteini má finna í Dólómítafjöllum [3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.