Dyngjujökull
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Dyngjujökull er skriðjökull sem gengur út af Vatnajökli í norðurátt og er vestan við Kverkfjöll. Jökulsá á Fjöllum á efstu upptök sín í Dyngjujökli.
Dyngjujökull er vanur að skríða fram á 20-25 ára fresti og þá 1-2 km í senn. Fyrsta þekkta framhlaup hans varð árið 1934 og svo hljóp hann 1951, 1977-1978 og svo í nóvember 1999 og í júlí árið 2000. Fleiri skriðjöklar á Íslandi eiga þetta til, til dæmis: Síðujökull, Tungnárjökull, Kaldalónsjökull og Leirufjarðarjökull í Drangajökli, og líka Hagafellsjökull, sem gekk út í Hagavatn árið 1999 og olli stórvandræðum í Hvítá, og svo Brúarjökull, en hann er mestur af þeim öllum í þessu tilliti.
Gos var talið vera brjóta sér leið upp úr Dyngjujökli þann 23. ágúst 2014 að undangenginni mikilli jarðskjálftahrinu. Daginn eftir töldu menn að ekkert gos hefði verið undir jöklinum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.