From Wikipedia, the free encyclopedia
Derrick voru þýskir lögguþættir sem sýndir voru í ríkissjónvarpinu við miklar vinsældir. Í þeim fór Horst Tappert með hlutverk lögregluforingjans Derrick. Flestir þættirnir gerðust í München og á svæðinu þar í kring. Þættirnir voru framleiddir frá 1974 til 1998 og urðu 281 talsins.
Derrick | |
---|---|
Tegund | Lögguþættir |
Búið til af | Herbert Reinecker |
Leikarar | Horst Tappert Fritz Wepper |
Tónskáld | Les Humphries |
Upprunaland | Vestur-Þýskaland (1974-1990) Þýskaland (1990-1998) |
Frummál | Þýska |
Fjöldi þáttaraða | 25 |
Fjöldi þátta | 281 |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | ZDF, ORF |
Myndframsetning | 4:3 |
Hljóðsetning | Mono (1974-1994) Stereo (1995-1998) |
Sýnt | 20. óktober 1974 – 16. óktober 1998 |
Tenglar | |
IMDb tengill |
Í þáttunum er fylgst með lögregluforingjanum Stephan Derrick og hundtryggum aðstoðamanni hans Harry Klein en þeir starfa báðir við morðdeild lögreglunar við að rannsaka morð á München-svæðinu.
Horst Tappert og Fritz Wepper komu árið 1969 fram í myndinni “The Man with the Glass Eye” Tappert leikur þar einnig rannsóknarlögreglumann, en Wepper leikur son morðingja.
Horst Tappert lék aðalsöguhetjuna, rannsóknarlögregluforingjann Stephan Derrick. Derrick hafði alltaf mjög einfaldan smekk. Hann klæddist ávallt jakkafötum og var með fullkominn og jafnan bindishnút. Hann var gjarnan í ljósum rykfrakka og notaði ávallt rolex gull úr, frá 1980 sást hann að auki gjarnan með aviator-gleraugu. Derrick var kænn en engu að síður gekk hann ávallt með skammbyssu á sér þótt hann forðist að nota hana í lengstu lög. Í fyrstu þáttunum notaði hann gerðina Walther PPK 7,65 en síðar var hann farinn að nota .38 Special Smith & Wesson. Í upphafa sást hann gjarnan reykja sígarettur en það breyttist eftir því sem leið á þættina rétt eins og tíðarandinn.
Í upphafi ók Derrick um á BMW 5 bíl en færði sig yfir í BMW 7 þegar líða tók á þættina.
Stephan Derrick var einhleypur en tvívegis átti hann í ástarsambandi í þáttunum. Í fyrra skiptið við sálfræðinginn Renate Konrad (Johanna von Koczian) sem kemur fram í þætti 11 (“Pfandhaus”) og 20 (“Schock”) og síðar með innahúshönnuðinum Ariane (Margot Medicus) í þætti 115 (“Ein Spiel mit dem Tod”) og 117 (“Angriff aus dem Dunkel”). Í þættinum 36 (“Mord im TEE 91”) daðrar hann við njósnarann Andreu (Alwy Becker) en hún hafnaði honum.
Fritz Wepper lék Harry Klein, aðstoðarmanns Derricks. Setningin “Harry, hol schon mal den Wagen” eða Harry komdu með bílinn varð fræg úr þáttunum, þessi setning var mikið notuð í Þýskalandi og jafnvel þekkt í Kína, og átti að þýða að einhverju væri lokið, setningin var þó aldrei í raun sögð í þáttunum. Harry Klein kemur upphaflega fram í þáttunum Der Kommissar (1969-1974) Þar starfaði Harry Klein sem aðstoðarmaður lögregluforingjans Keller (Erik Ode). Eftirmaður Harry Klein í Der Kommissar var bróðir Harry, Erwin Klein, en hann var leikinn af Elmar Wepper sem er einmitt bróðir Fritz Wepper.
Í byrjun þáttanna hafði Derrick nýlega verið hækkaður í tign sem yfirrannsóknarlögreglumaður. Persónulegt samband hans við Klein einkenndist af smá pirringi hans gagnvart Klein. Hann var gjarnan með kaldhæðin tilsvör og hristi gjarna hausinn eða ranghvolfdi augunum vegna undirmanns síns jafnvel í viðurvist annara. Harry Klein gerði þó sjaldan mistök og raunar svaraði hann aldrei fyrir sig. Eftir því sem leið á þættina dró verulega úr pirringi Derricks gangvart Klein. Að öllu öðru leiti einkenndist samvinna þeirra af fagmennsku þótt aldrei hafi farið milli mála að Derrick er sterkari aðilinn.
Í síðasta þættinum (“Das Abschiedsgeschenk”) sem frumsýndur var 16. október 1998 tók Derrick við yfirmannstöðu hjá Europol og yfirgaf München, upphaflega var ætluninn að Derrick félli fyrir hendi glæpamanns áður en hann næði að taka við nýja starfinu en framleiðendur þáttana hættu við þá áætlun.
Tappert gerði oftast lítið úr þáttöku sinni í seinni heimstyrjöldinni, hann sagði að hann hefði verið sjúkraliði og síðar stríðsfangi, en í apríl 2013 kom í ljós að hann hafði verið í hinum alræmdu SS sveitum nasista og barist með þeim á austur-vígstöðvunum [1], ekki er þó ljóst hversu viljugur hann hafi verið í að ganga í SS þar sem margir voru þvingaðir til þáttöku í þeim.
Derrick hefur gjarnan verið líkt við hin ameríska Columbo úr samnefndum þáttum, það er þó ekki allskostar rétt því meðan Columbo var oft illa til hafður en um leið hlýðinn þjónn hinna ríku og voldugu íbúa Kaliforníu þá var Derrick ávallt vel klæddur, kunni sig vel en virtist um leið hafin yfir aðra, jafnvel þá ríkustu og voldugustu. Þættirnir voru nokkuð ólíkir nútíma bandarískum lögregluþáttum þar sem lausnin fólst yfirleitt í því að finna sökudólginn með kænsku en ekki skotbardögum eða álíka ofbeldi.
Af einhverjum ástæðum nutu þættirnir mikilla vinsælda í Kína þar sem þeir gengu undir nafninu “Detective Derek” - (探长德里克), þar voru þeir jafnvel notaðir við þjálfun lögreglumanna til að kenna rétta tækni við lausn mála og yfirheyrslur.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.