From Wikipedia, the free encyclopedia
Benedict „Benni“ McCarthy (fæddur 12. nóvember 1977) er suðurafrískur knattspyrnumaður sem leikur með Blackburn Rovers á Englandi og með landsliði Suður-Afríku.
McCarthy lék með suðurafríska liðinu Seven Stars fram til 18 ára aldurs og skoraði 27 mörk í 29 leikum í deildinni 1995-6. Árið eftir skoraði hann 12 mörk í 20 leikjum og komst þá á samning hjá hollenska liðinu Ajax. Árið 1997 fór hann til liðsins og varð deildarmeistari fyrsta árið sitt þar - skoraði þá alls 9 mörk. Eftir ágætis vertíð árin 1998 til '99 var hann seldur til spænska liðsins Celta Vigo.
Hjá Celta Vigo átti Benni erfitt uppdráttar og fór í láni til FC Porto vertíðina 2001-02 og gekk þar vel. José Morinho var þá knattspyrnustjóri Porto en hjá liðinu var McCarthy einn af máttarstólpunum. Hann hjálpaði liðinu til að komast í 3. sæti i deildinni sem veitti þeim sjálfvirkt sæti í Meistaradeild Evrópu. Þetta ár spilaði hann 10 leiki og skoraði heil 12 mörk. Árið eftir fór hann aftur til Celta Vigo.
2003-04 var McCarthy seldur til Porto fyrir 3,5 milljónir evra og hjá liðinu fann hann á ný liðsandann. Hann hlaut Gulltakkaskóinn fyrir 20 mörk í 23 leikjum. Þann 28. júlí 2006 var McCarthy seldur til Blackburn Rovers fyrir 2.5 milljónir punda.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.