Bengalflói

gríðarstór flói í norðausturhluta Indlandshafs From Wikipedia, the free encyclopedia

Bengalflói

Bengalflói er þríhyrnt hafsvæði eða gríðarstór flói í norðausturhluta Indlandshafs á milli Indlandsskaga og Andamaneyja við Malakkaskaga. Við norðurenda flóans er indverska ríkið Vestur-Bengal, sem flóinn dregur nafn af, og landið Bangladess. Í suðvestri er eyjan Srí Lanka (áður Seylon) og Andaman- og Níkóbareyjar marka flóann til austur. Austan megin við flóann eru Mjanmar (áður Búrma) á Malakkaskaga, en austan megin við Andamaneyjar, við strönd Taílands, er Andamanhaf.

Samsett gervihnattamynd af Indlandsskaga. Bengalflói er hægra megin við skagann og Arabíuhaf vinstra megin

Helstu ár sem renna í flóann norðanmegin eru Gangesfljót, Meghna og Brahmaputra, og suðvestanmegin Mahanadi, Godavari, Krishnafljót og Kaveri. Norðaustanmegin rennur fljótið Ayeyarwaddy út í flóann frá Mjanmar. Fljótin Ganges, Meghna og Brahmaputra renna öll um sömu árósa þar sem Sundarban fenjaviðarskógarnir eru.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.