Assen er höfuðborgin í hollenska héraðinu Drenthe. Þar búa 67 þúsund manns og er hún þó ekki nema næststærsta borgin í héraðinu (á eftir Emmen).

Staðreyndir strax Hérað, Flatarmál ...
Assen
Thumb
Thumb
Thumb
HéraðDrenthe
Flatarmál
  Samtals83,48 km2
Mannfjöldi
 (31. desember 2010)
  Samtals67.162
  Þéttleiki805/km2
Vefsíðawww.assen.nl
Loka

Lega og lýsing

Assen liggur norðaustarlega í Hollandi. Næstu borgir eru Groningen til norðurs (25 km), Emmen til suðausturs (35 km), Leeuwarden til norðvesturs (65 km) og Zwolle til suðvesturs (75 km). Assen liggur á sandhrygg og því er lítið um vatn þar. Aðeins nokkur síki eru í borginni. Skipaskurður tengir Assen við aðalskipaleiðir í Hollandi.

Fáni og skjaldarmerki

Skjaldarmerki borgarinnar sýnir mynd af Maríu mey með Jesúbarnið á bláum grunni. Það er fengið að láni úr merki klaustursins Maria de Campe, nema hvað Jesús situr á hægra hné Maríu (öfugt í klaustrinu). Merkið var formlega tekið upp 19. september 1821. Fáninn var tekinn upp 1959 og myndar bláa og hvíta láréttar rendur. Litirnir voru teknir úr skjaldarmerkinu.

Söguágrip

Thumb
Mótorhjólabrautin í Assen er ein sú þekktasta í Evrópu

1285 var klaustrið Sancta Maria de Campe reist á staðnum þar sem í dag er Assen. Klaustrið var varið með síkjum og múrum, en umhverfis það myndaðist byggð. 1602 hurfu Spánverjar úr héraðinu og var klaustrinu þá lokað og breytt í skóla. Bærinn Assen myndaðist þó ekki fyrr en seinna á 17. öld. Bærinn var lítill í fyrstu og náði ekki að vaxa utan klausturmúrana fyrr en á 18. öld. Árið 1807 ákvað konungurinn Loðvík Bonaparte að sameina Assen og nokkra bæi í nærsveitum. Sameiningin tókst svo vel og varð svæðinu svo mikil lyftistöng, að hann veitti Assen borgarréttindi tveimur árum síðar. 1814 hurfu Frakkar úr héraðinu og varð Assen þá að höfuðstað svæðisins Drenthe. Assen varð síðan að höfuðborg héraðsins þegar það var splittað frá Overjissel 1839. Þann 13. mars 1978 ruddist flokkur manna frá Molúkkaeyjum (Indónesíu) inn í stjórnarbyggingu í Assen og tóku 70 manns í gíslingu. Sérsveit lögreglunnar ruddist inn í bygginguna daginn eftir og náði að frelsa gíslana. Aðeins einn þeirra lét lífið.

Íþróttir

Við Assen er hin kunna mótórhjólabraut TT Circuit Assen, en þar er keppt í Grand Prix Nederlande. 2009 var stærsta hjólreiðakeppni Spánar með rásmark í Assen. Hjólaður var einn hringur á kappakstursbrautinni áður en öll hersingin hjólaði í suðurátt.

Frægustu börn borgarinnar

  • (1904) Anne de Vries rithöfundur (hann er karlmaður þrátt fyrir nafnið)
  • (1973) Peter Hoekstra knattspyrnumaður

Gallerí

Heimildir

Fyrirmynd greinarinnar var „Assen“ á hollensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2011.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.