From Wikipedia, the free encyclopedia
Albanska karlalandsliðið í knattspyrnu er er fulltrúi Albaníu í knattspyrnu.
Gælunafn | Kuq e Zinjtë (Þeir rauðu og svörtu) Shqiponjat (Ernirnir) | |||
---|---|---|---|---|
Íþróttasamband | Federata Shqiptare e Futbollit (Albanska knattspyrnusambandið) | |||
Álfusamband | UEFA | |||
Þjálfari | Sylvinho | |||
Fyrirliði | Etrit Berisha | |||
FIFA sæti Hæst Lægst | 65 (23. október 2024) 22 ((ágúst 2015)) 124 ((ágúst 1997)) | |||
| ||||
Fyrsti landsleikur | ||||
2-3 gegn Júgóslavíu (Tirana, 7. október, 1946) | ||||
Stærsti sigur | ||||
6-1 gegn Kýpur (Tírana, Albaníu; 12. ágúst 2009) | ||||
Mesta tap | ||||
12-0 gegn Ungverjalandi (Búdapest Ungverjalandi 24.September 1950) | ||||
Heimsmeistaramót | ||||
Keppnir | 0 | |||
Evrópukeppni | ||||
Keppnir | 1 (fyrst árið 2016) | |||
Besti árangur | Riðlakeppni (2016) |
Albanska knattspyrnusambandið var stofnað árið 1930 og gerðist aðili að FIFA tveimur árum síðar. Engu að síður léku Albanir ekki sinn fyrsta landsleik fyrr en árið 1946 þegar landinu bauðst óvænt að taka þátt í Balkanskagamótinu í forföllum Grikkja. Fyrsti leikurinn var 2:3 ósigur gegn Júgóslövum, en í kjölfarið unnu Albanir sigra á bæði Búlgörum og Rúmenum og fóru afar óvænt með sigur af hólmi í sínu fyrsta móti.
Ekki tókst að fylgja þessum fyrsta sigri vel eftir og fengu Albanir fljótlega orðspor fyrir að vera eitt lakasta landslið Evrópu. Þrátt fyrir það reyndist landslið þeirra stundum örlagavaldur fyrir önnur lið. Í lokaleik forkeppni HM 1966 náðu Albanir jafntefli gegn Norður-írum með George Best i broddi fylkingar, sem kostaði þá sæti í úrslitakeppninni. Sama gerðist í forkeppni EM 1968 þar sem óvænt markalaust jafntefli Vestur-Þjóðverja í Tirana gerði það að verkum að þeir komust ekki í úrslitakeppnina.
Þátttaka Albana í forkeppnum stórmóta var þó stopul allt til ársins 1982. Sérkennilegt stjórnarfar í landinu átti vafalítið stóran þátt í því, þar sem Albanía ýmist dró sig úr keppni á síðustu stundu eða lenti í stappi af öðrum ástæðum, s.s. með því að neita síðhærðum leikmönnum mótherja sinna að koma til landsins.
Frá HM 1982 hefur Albanía alltaf verið meðal keppnisliða í forkeppnum stórmóta. Fyrir EM í Frakklandi 1984 reyndust Albanir á nýjan leik örlagavaldur fyrir landslið Norður-Íra þegar liðið gerði jafntefli við það á heimavelli með þeim afleiðingum að Vestur-Þjóðverjar komust áfram.
Albanir urðu eitt af spútnikliðum forkeppni HM í Mexíkó 1986. Liðið stóð í öllum mótherjum sínum og vann m.a. fyrsta forkeppnissigur sinn, 2:0 gegn Belgum. Albanir enduðu í þriðja sæti riðilsins, raunar aðeins með fjögur stig en frammistaðan var þó talin sú langbesta í sögunni.
Allt fram yfir forkeppni HM 2014 höfnuðu Albanir í neðsta eða næstneðsta sæti sínst riðils í forkeppnum fyrir bæði EM og HM og voru aldrei nálægt því að gera atlögu að sætum í úrslitum.
EM í Frakklandi 2016 var það fyrsta í sögunni með 24 þátttökuliðum. Albanir lentu í strembnum riðli en byrjuðu með látum þegar liðið skellti Portúgölum á útivelli í fyrsta leik. Annar afdrifaríkur leikur í forkeppninni átti sér stað í Belgrað gegn Serbum þar sem skrílslæti áhorfenda gerðu það að verkum að flauta varð af viðureignina og Albönum var dæmdur 3:0 sigur. Jafntefli gegn Dönum í Kaupmannahöfn átti einnig eftir að reynast dýrmætt og Albanir höfnuðu í öðru sæti riðilsins á eftir Portúgal og voru komnir í úrslitakeppnina.
Albania var næstlægst á styrkleikalista FIFA af öllum 24 liðunum á mótinu í Frakklandi. Liðið fékk snemma á sig mark í fyrsta leik gegn Sviss í leik sem lauk 0:1. Heimamenn voru mótherjarnir í næsta leik þar sem Albönum virtist ætla að takast að hanga á jafntefli, en tvö frönsk mörk: á lokamínútunni og seint í uppbótartíma, skildu að lokum á milli. Þar með voru Albanir fallnir úr keppni en björguðu þó heiðrinum með 1:0 sigri á Rúmenum í lokaumferðinni.
Ljóst var að það yrði nánast óvinnandi vegur fyrir Albanú að komast á HM 2018 eftir að liðið hafnaði með Ítölum og Spánverjum í forriðli. Forkeppni EM 2020 gekk litlu betur og gerðu Albanir m.a. jafntefli við Andorra.
Albanska liðið komst heldur ekki á HM 2022 en tap á heimavelli gegn Pólverjum í þriðju seinustu umferð tryggði pólska liðinu í raun annað sætið í riðlinum á eftir Englandi.
Pólverjar voru aftur meðal mótherja Albana í forkeppninni fyrir EM 2024 ásamt Tékkum. Liðin í riðlinum kepptust við að tæta stig hvert af öðru og að lokum fór svo að Albanir tryggðu sér toppsætið á markatölu með því að gera markalaust jafntefli á heimavelli gegn Færeyingum í lokaleik. Í úrslitakeppninni í Þýskalandi munu Albanir mæta ógnarsterkum mótherjum: Spánverjum, Ítölum og Króötum.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.