Árið 1493 (MCDXCIII í rómverskum tölum)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Á Íslandi
- 4. febrúar - Solveig Hrafnsdóttir gekk í klaustur á Reynistað. Hún átti síðar eftir að vera abbadís þar í meira en fjóra áratugi.
- Stefán Jónsson Skálholtsbiskup fór í yfirreið um Austurland.
- Skriðuklaustur í Fljótsdal var stofnað.
- Englendingurinn Roger Tege sigldi til Íslands í trássi við bann Danakonungs með hveiti, malt og klæði.
Fædd
Dáin
Erlendis
- 15. mars - Kristófer Kólumbus kom aftur til Spánar frá Nýja heiminum.
- 4. maí - Alexander VI páfi gaf út páfabulluna Inter caetera þar sem því var lýst yfir að öll lönd sem finnist vestan Azoreyja skyldu tilheyra Spáni.
- 19. ágúst - Maxímilían 1. varð keisari hins Heilaga rómverska ríkis.
- 29. september - Kristófer Kólumbus lagði af stað frá Cadiz í aðra ferð sína til Vesturheims.
- 19. nóvember - Kólumbus tók land á Púertó Ríkó.
- Karl 8. Frakkakonungur skilaði Margréti af Austurríki aftur til föður hennar ásamt þeim heimanmundi sem henni hafði fylgt þegar hún trúlofaðist honum. Hann hafði gifst Önnu af Bretagne 1491.
Fædd
- 12. nóvember - Bartolommeo Bandinelli, ítalskur myndhöggvari (d. 1560).
- Vilhjálmur 4., hertogi af Bæjaralandi (d. 1550).
- Steinn Sture yngri, ríkisstjóri Svíþjóðar (d. 1520).
Dáin
- 19. ágúst - Friðrik 3., keisari hins Heilaga rómverska ríkis (f. 1415).
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.