From Wikipedia, the free encyclopedia
Þarmaflóra er samheiti yfir þær fjölbreyttu tegundir örvera sem hafast við í meltingarvegi dýra.[1][2] Þetta eru bakteríur, sveppir, fyrnur og vírusar. Víðerfðamengi meltingarvegarins eru samanlögð erfðamengi þessarar örflóru.[3][4] Þarmarnir eru helsta búsvæði örvera í mannslíkamanum og þar býr mest af örverumengi mannsins.[5] Þarmaflóran hefur töluverð áhrif á líkamann, til dæmis á landnám nýrra tegunda, mótstöðu gegn sýklum, viðhald þekjulags þarmanna, efnaskipti næringarefna og lyfja, ónæmissvörun, og jafnvel geðslag og hegðun í gegnum þarma-heilaásinn.
Samsetning þarmaflórunnar er breytileg eftir stöðum í meltingarveginum. Langflestar tegundir er að finna í ristlinum, eða milli 300 og 1000 tegundir örvera.[6] Stærsti og best rannsakaði hluti þarmaflórunnar eru bakteríurnar. 99% af þeim koma úr 30-40 ólíkum tegundum.[7] Allt að 60% þurrefnis í saur eru bakteríur.[8] Yfir 99% af bakteríum þarmaflórunnar eru loftfælur en í botnristli geta loftháðar bakteríur fjölgað sér umtalsvert.[5] Áætlað er að allt að hundrað sinnum fleiri erfðavísa sé að finna í þarmaflórunni en í erfðamengi mannsins.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.