Ólífa er ávöxtur ólífutrésins (fræðiheiti: Olea europaea) sem er lítið sígrænt tré af smjörviðarætt með náttúruleg heimkynni við Miðjarðarhafið og inn af botni Miðjarðarhafs austur til Kaspíahafs. Tréð nær sjaldan mikilli hæð en getur orðið mörg hundruð ára gamalt og er stofninn þá orðinn mjög breiður, undinn, hrjúfur og sprunginn. Laufin eru ílöng og silfurgræn á lit. Blómin eru hvít. Aldinin eru upphaflega græn en dökkna síðan og verða þá fjólublá eða svarfjólublá á lit.

Staðreyndir strax Ólífutré Olea europaea, Vísindaleg flokkun ...
Ólífutré
Olea europaea
Thumb
Olea europaea, Dauðahafið, Jórdanía
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
(óraðað): Dulfrævingar (Angiosperma)
(óraðað) Tvíkímblöðungar (Eudicota)
(óraðað) Asterida
Ættbálkur: Varablómabálkur (Lamiales)
Ætt: Smjörviðarætt (Oleaceae)
Ættkvísl: Olea
Tegund:
O. europaea

Tvínefni
Olea europaea
L.
Loka

Úr ávextinum, ólífunni, er unnin ólífuolía sem hefur gríðarmikla menningarlega og efnahagslega þýðingu fyrir Miðjarðarhafslöndin. Þar sem ferskar ólífur eru mjög beiskar á bragðið eru þær yfirleitt verkaðar með gerjun, pæklun eða sýru áður en þeirra er neytt. Til eru þúsundir yrkja ólífutrjáa sem hvert gefur ólíka ávexti með mismikið olíuinnihald.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.