Varsjá
höfuðborg PóllandsVarsjá er höfuðborg Póllands og jafnframt stærsta borg landsins. Borgin liggur við ána Visla og er um það bil 260 km frá Eystrasalti og 300 km frá Karpatafjöllunum. Árið 2021 var íbúafjöldinn tæplega 1,9 milljón manns og 3,1 milljón á stórborgarsvæðinu, þannig er Varsjá 6. fjölmennasta borg Evrópusambandsins. Flatarmál borgarinnar er 517,24 ferkílómetrar en stórborgarsvæðið nær yfir 6.100,43 ferkílómetra. Varsjá er í héraðinu Masóvía og er stærsta borg þess.
Read article