Map Graph

Stóra-Laugardalskirkja

Stóra-Laugardalskirkja er kirkja á samnefndum kirkjubæ við norðanverðan Tálknafjörð. Núverandi kirkja var vígð 3. febrúar 1907, en efniviðurinn í hana var fluttur inn frá Noregi, tilsniðinn að mestu leyti. Byggingin tekur um 120 manns í sæti. Einn merkasti gripur Laugardalskirkju er prédikunarstóll, mikill og forn. Sagan segir að hann sé kominn úr dómkirkjunni í Óðinsvéum í Danmörku og danskur kaupmaður hafi gefið kirkjustaðnum í Laugardal hann.

Read article