Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (skammstafað sem ÁTVR en oftast kallað Ríkið í óformlegu máli en gengur núna opinberlega undir heitinu Vínbúðin) er einokunarverslun með smásölu áfengis á Íslandi. Hún hefur samkvæmt 10. grein laga númer 75 sem samþykkt voru 15. júní 1998 „einkaleyfi til smásölu áfengis [á Íslandi]“ sem telst samkvæmt sömu lögum drykkur með >2,25% vínanda. Einnig framleiðir ÁTVR neftóbak.

Eitt og annað

  • Árið 1976, þann 20. febrúar, lét Ólafur Jóhannesson, þáverandi dómsmálaráðherra, loka Ríkinu óforvarandis á hádegi á föstudegi. Þá stóð yfir allsherjarverkfall hinna ýmsu verkalýðsfélaga. Rök Ólafs fyrir lokun ÁTVR voru þau, að það væri siðlaust að hœgt væri að fá nóg af víni meðan ekki var hœgt að fá mjólk.[1][2]
  • Árið 2023, þann 14. júní, sagði Jón Gunnarsson dóms­mála­ráð­herra að hann gæti ekki dregið aðra á­lyktun en þá að net­verslun með á­fengi væri lög­mæt eftir að Costco og Hagkaup tilkynntu að þau ætluðu að hefja sölu á áfengi í netverslunum.[3]

Tilvísanir

Tenglar

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.