Vonarskarð
From Wikipedia, the free encyclopedia
From Wikipedia, the free encyclopedia
Vonarskarð er gróðurlaust skarð milli Bárðarbungu í Vatnajökli og Tungnafellsjökuls. Vonarskarð er friðlýst sem hluti af Vatnajökulsþjóðgarði sem stofnaður var árið 2007. Vonarskarð er jarðhitasvæði.
Sagt er frá því í Landnámu að Bárður sonur Heyangurs-Bjarnar, sem land nam í Bárðardal fyrst, hafi flutt fénað sinn og fjárhluti yfir landið þvert suður í Fljótshverfi, og hafi farið skarð það, sem nefnt var Vonarskarð. Ekkert segir um hvar það er og enginn veit heldur nú hvar það skarð sem Bárður lagði leið um er staðsett. Þegar Pétur sonur Brynjólfs læknis Péturssonar á Brekku í rannsóknarför sinni 1794 varð þess áskynja að Tungnafellsjökull er fráskilinn Vatnajökli, var það ágiskun hans eða ályktun, að skarðið milli jöklanna væri Vonarskarð það, sem Bárður fór með fénáð sinn og fjárhlut. Síðan hefur þessi ágiskun um Vonarskarð veríð látin gilda sem sögulegur sannleikur.
Brotið í Landnámu er þannig:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.