Vertíð er sá tími árs sem bændur og vinnumenn fóru í verstöð til fiskveiða. Á árabátaöld voru vertíðir þrjár, sumarvertíð, vetrarvertíð og haustvertíð. Fiskigöngur réðu mestu um hvenær vertíð hófst. Þeir sem fóru í verið kölluðust vermenn. Verferðir milli heimilis og verstaðar voru oft löng ferðalög og á þeim fylgdu vermenn ákveðnum verleiðum sem mótast höfðu í aldanna rás. Í verinu bjuggu vermenn í verbúðum. Vetrarvertíð var mikilvægasta vertíðin í íslenska bændasamfélaginu, á veturna var minni þörf fyrir vinnuframlag í sveitum og einmitt á þeim tíma voru fiskigöngur mestar á mið við Suður- og Vesturland. Þá héltu menn úr öðrum landshlutum til Suðurnesja, Breiðafjarðar og Vestfjarða. Vermenn lögðu af stað í verið á vetrarvertíð um miðjan janúar en ferðin gat tekið marga daga.

Þegar Gregoríska tímatalið var tekið upp árið 1700 hófst vetrarvertíð fyrsta virkan dag eftir kyndilmessu 2. febrúar og stóð yfir í 14 vikur. Smám saman komst á sú venja að vertíðin stóð til 11. maí. Á Suðurlandi hófst vorvertíð 12. maí og stóð til Jónsmessu 24. júní. Haustvertíð hófst á Mikjálsmessu 29. september og stóð til Þorláksmessu að vetri 23. desember.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.