Remove ads

Vidiadhar Surajprasad Naipaul (17. ágúst 193211. ágúst 2018) var breskur rithöfundur, fæddur í Trínidad og Tóbagó sem hlaut Nóbelsverðlaunin í bókmenntum árið 2001.

Thumb
Naipaul (2016)

Ævi og störf

Naipaul fæddist á Trínidad og Tóbagó. Afi hans og amma höfðu flust til eyjarinnar sem þjónustufólk frá Indlandi og ólst hann því upp við trú og siði Hindúa. Sex ára gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni til höfuðstaðarins Port of Spain þar sem hann gekk í skóla sem tók mið af breska einkaskólakerfinu. Í viðurkenningarskyni fyrir afburðanámsárangur ákvað ríkisstjórnin að veita honum aðgang að háskóla að eigin vali í Breska samveldinu og varð Oxford fyrir valinu.

Að útskrift lokinni hélt Naipaul til Lundúna þar sem hann starfaði m.a. við blaðamennsku. Á sjötta áratugnum sendi hann svo frá sér sínar fyrstu skáldsögur sem einkum fjölluðu um Trínidad æsku hans. Eiga raunar flest verk hans það sameiginlegt að gerast utan Bretlandseyja, ekki hvað síst í fyrrum nýlendum Breta. Naipaul hefur verið gagnrýndur fyrir að fara of mjúkum höndum um nýlendustjórn breska heimsveldisins og bera í bætifláka fyrir kúgunina. Dæmi um þetta er hans kunnasta verk, A Bend in the River frá árinu 1979, sem lýsir ferðalagi ungs manns af indverskum ættum um ónafngreint Afríkuland.

Naipaul hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 2001.

Remove ads

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads