Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Vörtubirki eða hengibirki eða skógviður (fræðiheiti: Betula verrucosa eða Betula pendula) er hávaxið evrópskt birkitré með laufskrúði sem slútir niður svipað og á grátvíði. Það er náskylt Mansjúríubjörk (Betula platyphylla). Vörtubirki verður venjulega 15-25 metra hátt með granna krónu og sveigðar greinar með slútandi smágreinum. Börkurinn er hvítur með svörtum flekkjum neðst á stofninum.
Vörtubirki | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vörtubirki (Betula pendula) við Stokkhólmsháskóla. | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Betula pendula Roth. | ||||||||||||||||
Vörtubirki hefur náð 15 metrum á Akureyri. [1]
Vörtubjörk er notuð í smíði og eldivið[2] á sama hátt og ilmbjörk. Einnig er litað úr henni (börkur og lauf)[3] og hægt er að blanda fræinu í brauð til bragðbætis.
Vörtubirki er sú birkitegund sem oftast myndar svonefndan masúrvið, sem er erfðagalli sem lætur frumur og árhringi mynda óregluleg mynstur svo að það líkist logum eða bylgjum.[4]
Masúrmyndun er algengust í afbrigðinu Betula pendula var. carelica, þar sem masúrmyndun erfist í 60–70% af öllum afkvæmum.[5]
Einnig getur masúrviður myndast í ilmbjörk,[6] en hefur ekki fundist í öðrum birkitegundum. Masúr kemur fyrir í allnokkrum öðrum lauftrjám, svo sem: reyni, elri, ösp, álm og hlyn, og jafnvel í barrtrjám: fura, þinur og Sequoia sempervirens.
Af hengibjörk eru nokkrar sortir. Nokkrar slíkar nefndar hér:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.