Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Undir Svörtufjöllum (franska: Les Collines noires) eftir Morris (Maurice de Bevere) og René Goscinny er 21. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1963, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval á árunum 1961-62. Bókin hefur ekki komið út á íslensku.
Bandaríkjaþing ákveður að gera út leiðangur vestur yfir Svörtufjöll til Wyoming til þess að kanna aðstæður til landnáms hvítra landnema á svæðinu. Lukku Láki er fenginn til þess að leiða hópinn sem samanstendur af nokkrum utangátta vísindamönnum frá Evrópu. Þingmaðurinn Orwell Stormwind, sem stundað hefur það að selja Cheyenne-indíánum í Svörtufjöllum byssur og áfengi, er lítt hrifinn af þessum áformum og fær undirtyllu sína, Bull Bullet, til að elta hópinn og koma í veg fyrir að leiðangurinn komist á áfangastað. Eftir viðburðaríkt ferðalag með lest frá Washington til Des Moines í Iowa og póstvagni frá Des Moines til Omaha í Nebraska leggja ferðalangarnir af stað á hestum og múlösnum upp í Svörtufjöll. Þegar tilraunir Bull Bullets til að koma Lukku Láka og félögum hans fyrir kattarnef mistakast hver á fætur annarri leitar hann liðsinnis indíánanna í fjöllunum og lofar þeim ómældum birgðum af eldvatni fyrir að ráðast á hópinn.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.