From Wikipedia, the free encyclopedia
Un cow-boy à Paris (íslenska: Kúreki í París) eftir franska teiknarann Achde (Hervé Darmenton) og höfundinn Jul (Julien Berjeaut) er 80. bókin í bókaflokknum um Lukku-Láka. Bókin kom út árið 2018 og hefur ekki komið út á íslensku.
Lukku-Láki hefur nýlokið við að klófesta Daldónana fjóra og er að fylgja þeim heim í fangelsið þegar á leið hans verður sérkennilegur náungi með risastóran, úthöggvinn handlegg. Í ljós kemur að þar er á ferð hinn franski Auguste Bartholdi sem vinnur að smíði Frelsisstyttunnar sem Frakkar ætla að færa Bandaríkjunum að gjöf. Er Bartholdi á ferð um Villta vestrið til að safna fé fyrir rándýrri smíðinni. Lukku-Láki tekur að sér að fylgja Bartholdi um óbyggðir Vestursins, þar sem hættur leynast á hverju strái, og slást í för með honum til Parísar í Frakklandi að beiðni varaforseta Bandaríkjanna. Bartholdi veitir ekki af hjálp Lukku-Láka þar sem illskeyttur fangelsisstjóri hugsar Frakkanum þegjandi þörfina, enda dreymir hann um að reisa fangelsi á Liberty-eyju þar sem styttan á að rísa.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.