Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Umsátrið um Kinsale var orrusta milli enskra hersveita og írskra uppreisnarmanna með stuðningi frá spænskum hersveitum sem átti sér stað við Kinsale í suðurhluta Írlands. Umsátrið stóð í þrjá mánuði, frá 2. október 1601 til 3. janúar 1602. Það var síðasta skrefið í því að leggja Írland undir Englandskonung og hápunktur Uppreisnar Tyrones sem stóð frá 1594 til 1604.
Uppgjöf Íra og spænskra bandamanna þeirra gegn umsátursher Englendinga olli því að Englendingar gátu brotið á bak aftur síðustu leifar andspyrnu gegn yfirráðum þeirra á Írlandi, þar með talið ættflokkakerfið. Einn leiðtoga uppreisnarmanna, Hugh O'Neill, jarl af Tyrone, sneri aftur til Ulster eftir tapið og flýði þaðan til Spánar ásamt nokkrum ættarhöfðingjum 1607 (Jarlaflóttinn). Þetta gerði Englendingum kleyft að gera land þeirra upptækt og búa til Ulsterplantekruna sem þeir byggðu mótmælendum frá Skotlandi.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.