From Wikipedia, the free encyclopedia
Torres del Paine-þjóðgarðurinn (spænska: Parque Nacional Torres del Paine) er þjóðgarður í Patagóníu í suður-Síle. Hann er staðsettur 112 kílómetra norður af borginni Puerto Natales og var stofnaður árið 1959. Stærð hans um 2400 ferkílómetrar. Paine þýðir blár á máli Tehuelche-frumbyggja svæðisins. Paine-fjallgarðurinn er miðdepill þjóðgarðsins með graníttindana Torres del Paine (Paine-turnar) sem eru eitt mest áberandi kennileiti þjóðgarðsins (2884 metrar). Suður Patagóniu-jökull þekur stórt svæði í þjóðgarðinum og koma skriðjöklar niður úr honum á láglendi. Jöklarnir hafa myndað fjölmörg stöðuvötn. Í vestri á þjóðgarðurinn landamæri að Bernardo O'Higgins-þjóðgarðinum og í norðri að Los Glaciares-þjóðgarðinum í Argentínu. Göngufólk má ekki fara af göngustígunum þjóðgarðsins.
Fjallaljón og refir eru meðal rándýra. Gúanakka (guanaco), dýr skylt lamadýri, og huemul, suður-andeskt hjartardýr eru meðal grasbíta svæðisins. Andes-Kondór er stærstur ránfugla. Nandúi, fugl skyldur strútum, er meðal stærri fugla. Snælenja og hvítlenja er meðal trjátegunda.
Fyrirmynd greinarinnar var „Torres del Paine National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 10. jan. 2017.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.