From Wikipedia, the free encyclopedia
Innan taugasálfræði er rannsakað á vísindalegan hátt hvernig uppbygging og virkni mannsheilans tengjast ákveðnum ferlum í honum, t.d. ferlum tengdum minni, tungumálum og skynjun. Taugasálfræði hefur sterk tengsl við aðrar greinar, t.d. taugavísindi, heimspeki, geðlæknisfræði og tölvunarfræði.
Taugasálfræði er bæði fræðileg og hagnýtt. Fræðilegar rannsóknir eru gerðar á heilbrigðu fólki en einnig á fólki sem hefur orðið fyrir heilaskaða, og stundum eru gerðar rannsóknir á dýrum. Rannsóknir eru einnig gerðar í tölvu, þar sem eru búin til einföld módel af tauganetum og reynt að herma eftir ferlum sem eiga sér stað í heilanum. Hagnýtingin á sér stað m.a. með því að nýta fræðilega þekkingu í þágu þeirra sem hafa orðið fyrir heilaskaða.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.