Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Sviðslistir eru listir þar sem listamaðurinn notar rödd, eigin líkama, hljóðfæri, búninga, brúður og aðra leikmuni til listsköpunar. Íslenska hugtakið (og sambærilegt hugtak á ýmsum öðrum tungumálum) vísar til þess að slíkar listgreinar fara oft fram í rauntíma á leiksviði fyrir framan áhorfendur, en ýmis önnur mál kenna þessar listgreinar við flutninginn sem í þeim felst. Þótt sviðslistir fari oft fram á leiksviði eru greinar þeirra sem aðallega fara fram á götum úti, í sirkustjöldum, bænahúsum, galleríum eða á börum; og þótt sviðslistir séu oft rauntímalist koma sömu listgreinar við sögu í kvikmyndagerð, tónlistarútgáfu, myndbandagerð, útvarpsleikhúsi og sjónvarpsleikhúsi.
Helstu greinar sviðslista eru leiklist, dans og tónlist; en til eru fjölmargar listgreinar sem falla til hliðar við þær, eins og brúðuleikhús, spunalist, uppistand, eftirhermur, sirkuslistir, kabarett, revía, drag, búrleska, listdans á skautum, lúðrasveitir, klappstýrur, gjörningalist, töfrabrögð, búktal, sagnamennska, messugjörð og ljóðaupplestur. Leikstjórar, leikskáld, danshöfundar tónlistarstjórar, hljómsveitarstjórar, tónskáld, sviðshöfundar, handritshöfundar og framleiðendur koma stundum að uppsetningu sviðslistaverka. Hluti sviðslista eru greinar sem ganga út á hönnun leikmynda, leiklýsingar, hljóðmyndar, búninga og förðunar, auk tæknigreina sem tengjast sviðsetningu.
Í óperu blandar listamaðurinn saman munnlegri tjáningu, leik, söng. Í flestum óperum að þá eru tvær eða fleiri aðalpersónur þar sem þau eða þeir eða þær eru að leika og syngja um eitthvað sem er að gerast. Oftast eru óperur flokkaðar sem söngleikir en að vissu leyti eru þær ekki söngleikir. Óperur tjá og túlka tónverk og skala eftir tónlistarhöfund, þar sem tónlist er blandað ofan í leikverkið.
Leikrit er mjög svipuð óperum nema að handrit kemur í stað tónverks og mælt mál í stað söngs. Upphaflega voru þó leikrit í bundnu máli og sungin í Grikklandi hinu forna. Listamaðurinn segir frá sögu eða sönnum atburði eða jafnvel sýnir rannsóknir.
söngleikir er nánast það sama og leikrit í smáatriðum, segja sögu eða lýsa sönnum atburði eða eitthvað annað sem listamanninum dettur í hug. Nema í söngleik er tjáð eins og í óperu, með tónlist söng og alls kyns brellum. Það sem er náskylt söngleik eru tónleikar nema að á milli laga í söngleik bætist við leikur og einhverju er komið fram. Munurinn á söngleik og óperu er sá að í söngleik er samið handrit og skrifaður er annaðhvort gamanleikur, drama eða hryllingur. Tökum sem dæmi ef gamaleikur er saminn er frekar valin lífleg og skemmtileg tónlist sem fer vel i eyru allra. En aftur á móti í óperu er fengið tónskáld og fær hann að semja heilt tónverk (óperu). Þegar tónverkið er tilbúið er samið handrit eftir tónverkinu; ef lagið er dapurt á sér stað dapur atburður í óperunni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.