From Wikipedia, the free encyclopedia
Sveinbjörn I. Baldvinsson er íslenskur rithöfundur, skáld og tónlistarmaður. Hann fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1957 og ólst upp í Hlíðunum og síðar Laugarásnum. Hann byrjaði snemma að fást við tónlist og ljóðagerð og gaf út fyrstu ljóðabókina þegar hann var 19 ára og hljómplötu með eigin tónlist og textum 21 árs. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977 og BA-prófi í almennri bókmenntafræði og dönsku frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Kaupmannahöfn 1982.
Sveinbjörn sneri sér æ meira að dramatískum skrifum og flutti haustið 1986 ásamt fjölskyldu til Los Angeles til að leggja stund á nám í slíkum skrifum við Suður-Kaliforníuháskóla. Á sama tíma hófst hann handa við að skrifa handrit að fyrstu kvikmynd sinni í fullri lengd, Foxtrot. Það sama ár hlaut smásaga Sveinbjarnar, „Icemaster“ fyrstu verðlaun í Smásagnakeppni Listahátíðar, en hún hefur síðan birst í safnritum víða um lönd.
Að loknu Mastersnáminu við Suður-Kaliforníuháskóla vann Sveinbjörn um skeið að ýmsum verkefnum sem handritshöfundur í Los Angeles, en varð dagskrárstjóri Innlendrar dagskrárdeildar RÚV árið 1993 og til 1996 en fékk síðan tækifæri til að starfa sem handritshöfundur í Danmörku og vann reglulega að dönskum kvikmynda- og sjónvarpsverkefnum næsta áratuginn. Þeirra þekktust eru þáttaraðirnar Taxa og Forsvar.
Sveinbjörn lék fyrr á árum í nokkrum hljómsveitum, svo sem Diabolus in Musica og jazzsveitinni Nýja kompaníið og hefur ávallt lagt stund á lagasmíðar, söngtextagerð og hljóðfæraleik meðfram ritstörfum. Þekktustu lög hans eru „Lagið um það sem er bannað“ (höfundur lags & texta) og textinn við Eurovision-lagið „All Out Of Luck“.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.