Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Í stærðfræði er hugtakið flatarmál notað yfir tölugildi tvívíðs afmarkaðs svæðis.
Taka má ferhyrning sem dæmi: Líta má á beina línu milli tveggja punkta sem einvíðan vigur. Hann hefur aðeins lengd, sé vigurinn ekki skoðaður með tilliti til tví- eða þrívíðs umhverfis. Sé annar vigur leiddur inn í dæmið, sem er einnig einvíður, en situr hornrétt á við hinn fyrrnefnda vigur, þá afmarka vigrarnir tveir tvívíðan flöt, sem finna má flatarmálið á með því að margfalda lengdir vigranna saman.
Að jafnaði er flatarmál gefið upp dags daglega með mælieiningum, gjarnan úr SI kerfinu. Til dæmis er flatarmál landa gefið upp í ferkílómetrum (km²), flatarmál akurlendis í hektörum (eða hektómetrum), (hm²), og flatarmál húsnæðis í fermetrum (m²). Veldisvísinn hjá mælieiningunni má nota til þess að sjá hversu margar svigrúmsvíddir umrætt rúm hefur. T.d. myndu rúmkílómetrar - km³ vera með þrjár svigrúmsvíddir, og lýsir 1km³ þá þrívíðu rúmi.
Gerð | Formúla | Breytur |
---|---|---|
Jafnhliða þríhyrningur | er hliðarlengd. | |
Þríhyrningur | er hálft ummálið, , og tákna lengd hvers hliðarstriks. | |
Þríhyrningur | og eru einhverjar tvær hliðar og er hornið á milli. | |
Þríhyrningur | er grunnlína þríhyrnings og hæð hans. | |
Ferningur | er lengd einnar hliðar. | |
Rétthyrningur | er hæðin og er breidd rétthyrningsins. | |
Tígull | og eru hornalínulengdirnar. | |
Samsíðungur | er grunnlínan og er lóðlínan. | |
Trapisa | og eru samsíða hliðar og er fjarlægðin á milli þeirra (eða „hæð“). | |
Reglulegur sexhyrningur | er hliðarlengd sexhyrningsins. | |
Reglulegur átthyrningur | er hliðarlengd átthyrningsins. | |
Reglulegur marghyrningur, reglulegur hyrningur | er hliðarlengd marghyrningsins og er hliðarfjöldinn. | |
Hringur | er radíus og þvermálið. |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.