Stríð Englands og Hollands voru fjórar styrjaldir milli Hollenska lýðveldisins annars vegar og Enska samveldisins og Enska konungdæmisins hins vegar á 17. og 18. öld. Fyrsta stríð Englands og Hollands stóð frá 1652 til 1654 og hófst vegna verslunar Hollendinga við nýlendur Englands í Nýja heiminum. Þessu stríði lauk með sigri Englands. Annað stríð Englands og Hollands stóð frá 1665 til 1667 og hófst líka vegna yfirburða Hollendinga í milliríkjaverslun. Því stríði lauk með sigri Hollendinga. Þriðja stríð Englands og Hollands braust út aðeins fimm árum síðar þar sem Karl 2. Englandskonungur hafði skuldbundið sig til að styðja Loðvík 14. Frakkakonung gegn Hollendingum í Stríði Frakklands og Hollands. Hollenska flotanum tókst að koma í veg fyrir innrás Englendinga. Þegar Vilhjálmur 3. rændi völdum í Englandi í Dýrlegu byltingunni 1688 lauk þessum átökum milli ríkjanna í bili. Fjórða stríð Englands og Hollands hófst vegna stuðnings Hollendinga við uppreisn Bandaríkjanna gegn Bretlandi og stóð frá 1780 til 1784. Bretar höfðu mikla yfirburði í sjóhernaði á þeim tíma og Hollendingar biðu afgerandi ósigur. Friðarsamningarnir sem gerðir voru auðvelduðu Bretum að styrkja nýlenduveldi sitt í Austur-Indíum.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.