Steinar Þór Guðgeirsson (19. ágúst 1971) er íslenskur lögfræðingur, knattspyrnumaður, knattspyrnuþjálfari og fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Fram.
Steinar lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1997. Hann hóf þegar störf við lögmennsku og varð hæstaréttarlögmaður árið 2004. Hann hefur verið meðeigandi í Lögfræðistofu Reykjavíkur frá 2001.[1]
Steinar var skipaður í skilanefnd Kaupþings banka og tók við formennsku í henni síðla árs 2008.[2]
Steinar lék knattspyrnu með yngri flokkum Knattspyrnufélagsins Fram. Fyrstu leikir hans í meistaraflokki voru sumarið 1989 og kom hann við sögu í sigri Framara í úrslitum bikarkeppni KSÍ sama ár.[3] Árið eftir varð hann Íslandsmeistari með Framliðinu.[heimild vantar]
Árið 1992 til 1993 lék Steinar með belgíska liðinu KFC Heultje. Að því loknu sneri hann aftur til Fram og lék þar uns hann lagði skóna á hilluna haustið 2000, ef undan er skilið sumarið 1998 þegar hann var í herbúðum Íslandsmeistaraliðs ÍBV.
Steinar Guðgeirsson lék fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands og einn A-landsleik, í 5:1 sigri á Tyrkjum sumarið 1991.
Sumarið 2003 var Steinar ráðinn þjálfari meistaraflokksliðs Fram , sem sat á botninum eftir fjórar umferðir. Undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli í lokaumferð mótsins. Eru þetta einu afskipti hans af þjálfun meistaraflokks.
Árið 2007 var Steinar kjörinn formaður Knattspyrnufélagsins Fram og gegndi stöðunni að nafninu til til ársins 2010, en hafði þó í raun dregið sig í hlé á miðju ári 2009 vegna anna. Homar kinlig
Fyrirrennari: Guðmundur B. Ólafsson |
|
Eftirmaður: Kjartan Þór Ragnarsson |
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.