Stefán Logi Magnússon (5. september 1980) er íslenskur markvöður og er aðalmarkvörður Selfoss. Stefán spilaði upp yngstu flokka Víkings en fór síðar til Fram. Hann gekk til liðs við unglingalið Bayern Munchen í júlí árið 1997 og varð góður vinur Owen Hargreaves. Tveimur árum seinna fór hann til Öster í sænsku 2. deildinni, og tveimur árum eftir það hélt hann til Farum í Danmörku. Snemma árs 2003 fór Stefán til Bradford í ensku fyrstu deildinni. Þaðan fór hann til Víkinga, Þróttara, KS/Leifturs og loks KR. Hann sat á bekknum í fyrstu leikjum sínum hjá KR en fékk tækifæri í leik liðsins gegn Fram þar sem hann stóð sig vel og varði m.a. vítaspyrnu. Síðan þá átti hann fast sæti í byrjunarliði KR-inga, og varð Bikarmeistari með þeim 2008. Árið 2009 fór hann á lánasamningi til Lilleström, og sló í gegn í fyrsta leiknum sínum með þeim

Thumb
Stefán Logi eftir 5-2 sigurleik KR-inga gegn Þrótti árið 2008

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.