Remove ads

Staðarfell er bær og kirkjustaður á Fellsströnd í Dalasýslu, áður höfðingjasetur og stórbýli um langan aldur en frá 1927 var þar húsmæðraskóli og frá 1980 starfsemi á vegum SÁÁ.

Bærinn stendur á fremur mjórri undirlendisræmu undir samnefndu fjalli, sem er bratt og klettótt. Staðarfell er mikil hlunnindajörð og þar bjuggu jafnan höfðingjar. Þorvaldur Ósvífursson, fyrsti maður Hallgerðar langbrókar, bjó þar, eða á Meðalfellsströnd undir Felli, eins og segir í Njálu. Þórður Gilsson, faðir Hvamm-Sturlu, bjó á Staðarfelli á 12. öld. Á fyrri hluta 19. aldar bjó þar fræðimaðurinn Bogi Benediktsson, sem skrifaði mikið um ættfræði og fleira og er þekktastur fyrir ritið Sýslumannaævir. Sýslumenn Dalamanna sátu oft á Staðarfelli og Hannes Hafstein bjó þar til dæmis í eitt ár 1886-1887.

Á fyrstu áratugum 20. aldar bjuggu hjónin Soffía Gestsdóttir og Magnús Friðriksson á Staðarfelli. Einkasonur þeirra drukknaði ásamt fleirum af bát sem hvolfdi fyrir landi jarðarinnar 1920 og í minningu hans gáfu foreldrarnir jörðina til stofnunar húsmæðraskóla. Skólinn hóf starfsemi 1927 og starfaði til 1976. Árið 1980 var svo endurhæfingarstöð á vegum SÁÁ komið á fót í húsnæðinu og hefur hún verið rekin þar síðan.

Staðarfellskirkja var vígð árið 1891 og er friðuð.

Remove ads

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.

Remove ads