Þokkareynir er reynitegund.

Staðreyndir strax Vísindaleg flokkun, Tvínefni ...
Þokkareynir
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Magnoliophyta)
Flokkur: Tvíkímblöðungar (Magnoliopsida)
Ættbálkur: Rósaættbálkur (Rosales)
Ætt: Rósaætt (Rosaceae)
Undirætt: Reynisætt (Maloideae)
Ættkvísl: Reyniviður (Sorbus)
Undirættkvísl: Sorbus
Tegund:
S. subsimilis

Tvínefni
Sorbus subsimilis
Hedlund.[1]
Loka

Lýsing

Þokkareynir verður 4–10 m hár. Blöðin eru tiltölulega breið; þau eru grunnt sepótt, minna en ¼ inn að aðaltauginni. Að neðan eru þau hærð, og þau hafa 9 -11 pör af taugum. Blómin hafa rauðleita frjóhnappa. Berin eru um 10mm löng og 8mm breið, slétt, dökkrauð og með greinilegum loftaugum.[2]

Útbreiðsla

Þokkareynir finnst einungis í Noregi[3] og finnst villtur með suðvesturströndinni frá Lindesnes til Egersund. Hann hefur villst úr ræktun annarsstaðar. Tegundin er fjórlitna og fjölgar sér með geldæxlun (apomiksis). Hann hefur líklega komið fram við blöndun Gráreynis (Sorbus hybrida) við Norðmannsreyni (Sorbus norvegica).[2]

[4]

Tilvísanir

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.