Hvít sól á bláum himni er merki Lýðveldisins Kína, flokksfáni Kuomintang, hluti af fána Lýðveldisins Kína og sjófáni sama lands. Geislarnir tólf umhverfis sólina tákna tólf mánuði ársins og tólf stundir í hefðbundnu kínversku tímatali.

Thumb
Sjófáni Lýðveldisins Kína

Upphaflega var merkið hannað af Lu Haodong fyrir Félag um endurreisn Kína sem Sun Yat-sen stofnaði 1894. Í Wuchang-uppreisninni 1911 notuðust byltingarflokkarnir við nokkur ólík merki. Þegar stjórn Lýðveldisins Kína var komið á 1912 tók hún fyrst fimmlita fánann upp sem þjóðfána, en Sun Yat-sen þótti hann gefa til kynna stéttskiptingu. Þegar hann setti upp klofningsstjórn í Guangzhou 1917 tók hún hvítsólarfánann upp sem reit á rauðum grunni. Þessi fáni varð opinber þjóðfáni árið 1928.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.