Skjaldarmerki Færeyja

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skjaldarmerki Færeyja

Fyrirmyndina að Skjaldarmerki Færeyja má fyrst sjá á frægum útskornum stólum frá Kirkjubæ sem gerðir voru á 15. öld. Sýnir skurðurinn hrút á skildi. Seinna var hrútsmyndin notuð á innsigli lögréttumanna á lögþingi Færeyja.

Thumb
Innsigli lögréttumanna, fyrrverandi skjaldarmerki Færeyja
Thumb
Skjaldarmerki Færeyja

Það var hætt að nota skjaldarmerkið þegar lögþingið var lagt af 1816. Þrátt fyrir endurreisn lögþingsins 1852 var skjaldarmerkið ekki tekið í notkun.

Það var ekki fyrr en að heimastjórnarlögin tóku gildi 1948 sem skjaldarmerkið var að nýju tekið í notkun, en ekki af þjóðþinginu, Løgtingið heldur af Landsstjórn Færeyja.

Árið 2004 var ný útgáfa af skjaldarmerkinu tekin í notkun og hefur Kirkjubæjarstólana að fyrirmynd. Litirnir eru dregnir af færeyska fánanum að viðbættum gulum eða gylltum lit. Nýja skjaldarmerkið sýnir hrút í varnarstöðu. Skjaldarmerkið er notað af ráðherrum og sendiráðum en eldri útgáfan er enn í notkun hér og þar.

Wikiwand in your browser!

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.

Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.

Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.