Skammtafræði

From Wikipedia, the free encyclopedia

Skammtafræði

Skammtafræði[1] eða skammtaaflfræði[1] er sú grein innan kennilegrar eðlisfræði sem fjallar um eðli öreinda og rafsegulbylgja. Skammtafræðin reis upp úr eðlisfræði 19. aldarinnar þegar eðlisfræðingar voru farnir að fá mæliniðurstöður sem stönguðust á við sígildu eðlisfræði eins og t.d. svarthlutageislun, litróf frumeinda og fleiri mælingar. Kenningar hennar eru grundvöllur ýmissa faga innan eðlis- og efnafræðinnar, svo sem kjarneðlisfræðinnar, öreindafræðinnar og rafsegulfræðinnar.

Sjá Inngang að skammtafræði fyrir aðgengilegri umfjöllum um skammtafræði.
Thumb
Bylgjuhreyfingar rafeindar vetnisfrumeindar.

Helstu frumkvöðlar skammtafræðinnar voru Max Planck, Albert Einstein, Niels Bohr, Werner Heisenberg, Max Bonn, Erwin Schrödinger og fleiri.

Orðsifjar

Skammtafræði fékk nafn sitt frá því að mælistærðir eins og orka eða hverfiþungi geta ekki alltaf tekið hvaða gildi sem[2] og nefnist það skömmtun („quantization“ á ensku).[3]

Tilvísanir

Tenglar

Tengt efni

Loading related searches...

Wikiwand - on

Seamless Wikipedia browsing. On steroids.