From Wikipedia, the free encyclopedia
Sjósvala (fræðiheiti: Oceanodroma leucorhoa) er sjófugl sem tilheyrir ættbálki pípunefja. Hún er dökk með hvítan bakhluta og klofið stél. Nefið er stutt og svart. Sjósvalan er um 22 cm löng og vegur á milli 40-50 g. Vænghaf hennar er 48 cm. Sjósvalan nærist á dýrasvifi, smákrabbadýrum og seiðum. Sjósvalan er alger sjófugl og kemur bara á land til þess að verpa en hún verpir í háum björgum eða klettum. Sjósvalan er náttfugl og sést sjaldan á sjó og hún sést aldrei nema augnablik í senn.
Á varptíma er sjósvalan mjög félagslynd, hún verpir í mjög þéttum byggðum oft innan um aðra fugla. Hjúskapur sjósvölunnar er ævilangt einkvæni, makar endurnýja hjúskapinn árlega og kemur lyktarskyn hennar að góðum notum til að finna réttan maka. Varptími sjósvölu er um miðjan maí og verpir fuglinn einu eggi og tekur útungunin um sex vikur, eða um 42 daga. Eggjaskurnið er hvítt og eru stundum smá fjólubláar yrjur á því. Fyrstu fimm dagana eftir að unginn skríður úr eggi er honum sinnt allan sólarhringinn, en þegar hann er að stálpast er honum einungis sinnt á nóttunni. Þegar unginn nálgast það að vera fleygur minnkar matargjöfin og foreldrarnir koma ekki við á hverju kvöldi, en þó er unginn aldrei yfirgefinn fyrr en hann er floginn úr hreiðrinu.
Blik 1939, 5. tbl./Stóra sjósvalan
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.