Remove ads
skáldsaga eftir Halldór Laxness frá 1934-1935 From Wikipedia, the free encyclopedia
Sjálfstætt fólk er skáldsaga eftir Halldór Laxness sem var gefin út í tveimur bindum á árunum 1934-1935. Undirtitill beggja binda var Hetjusaga. Árið 1952 voru bindin tvö sameinuð í eina bók og hefur bókin síðan komið þannig út. Bókin er ein þekktasta skáldsaga íslenskra bókmennta og er oft kennd á framhaldsskólastigi á Íslandi. Sagan er jafnan talin tilheyra félagslegri raunsæisstefnu í bókmenntafræðum og má ætla að hún gerist á árunum 1899-1921 á Íslandi.
Höfundur | Halldór Laxness |
---|---|
Land | Ísland |
Tungumál | Íslenska |
Stefna | Félagsleg raunsæisstefna |
Útgefandi | E.P. Briem |
Útgáfudagur | 1934 (1. bindi), 1935 (2. bindi) |
Síður | 616 |
ISBN | ISBN 9789979225287 |
Sagan fjallar um Guðbjart Jónsson, Bjart í Sumarhúsum, fjölskyldu hans og örlög þeirra. Sagan hefst þó á frásögn um Kólumkilla. Guðbjartur vann í 18 ár fyrir hreppstjórann í sveitinni meðal annars sem smali, en þá hafði hann loks safnað nægu fé til þess að kaupa sér sitt eigið land. Hann tók við landi er hafði verið í eyði sökum reimleika. Gunnvör og Kólumkilli voru draugar og höfðu tekið sér þar bólfestu og rekið fyrrum ábúendur í burtu. Bjartur trúði ekki á drauga og lét það ekki aftra sér frá því að hefja búskap í Veturhúsum. Hann breytti nafninu á bænum í Sumarhús og reisti nýtt býli. Hann giftist stuttu síðar Rósu, sem lést af barnsförum ári síðar. Bjartur var úti í leit að á þegar Rósa lést. Ásta Sóllilja, dóttir Rósu, rétt lifði af. Bjartur var mikill kvæðamaður og lagði ekki mikið í nútímakveðskap, heldur vildi rím og hefðbundna bragarhætti. Síðari hluti sögunnar fjallar að mestu um Ástu Sóllilju.
En auk þess kemur móðir Finnu, Hallbera, amma Guðbjartssonanna mikið við sögu.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.