bandarísk leikkona From Wikipedia, the free encyclopedia
Scarlett I. Johansson (fædd 22. nóvember 1984) er bandarísk leik- og söngkona. Johansson lék í fyrstu myndinni sinni árið 1994 en það var North og var hún tilnefnd til verðlauna fyrir frammistöðu sína. Scarlett varð frægari árið 1998 eftir að hafa leikið í myndinni The Horse Whisperer og fékk mikið lof gagnrýnenda fyrir hlutverk sitt í Ghost World árið 2001 en það hlutverk gerði hana fræga og vann hún Chlotrudis verðlaunin fyrir vikið.
Scarlett Johansson | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fædd | Scarlett I. Johansson 22. nóvember 1984 |
Hún skipti yfir í fullorðinshlutverk með marglofaðri frammistöðu sinni í mynd Sofiu Coppola, Lost in Translation á móti Bill Murray og vann hún BAFTA verðlaun, og Girl with a Pearl Earring en báðar myndirnar færðu henni Golden Globe tilnefningu árið 2003. Hlutverk hennar í A Love Song for Bobby Long færði henni þriðju Golden Globe tilnefninguna fyrir bestu leikkonu. Eftir að hafa leikið í The Island fékk Scarlett náð fyrir augum gagnrýnenda og fjórðu Golden Globe tilnefninguna, fyrir bestu leikkonu í aukahlutverki, fyrir leik sinn í mynd Woody Allen, Match Point. Hún fylgdi henni eftir með annarri mynd Allen, Scoop, með Hugh Jackman.
Eftir að hafa leikið í misheppnuðu myndinni Nanny Diaries árið 2007 fékk ferill Johansson endurvakningu að hálfu gagnrýnenda með myndinni The Other Boleyn Girl árið 2008, þar sem hún lék á móti Natalie Portman og Eric Bana og Woody Allen myndinni Vicky Christina Barcelona með Javier Bardem og Penélope Cruz. Hún fékk góða dóma fyrir leik sinn í He's Just Not That Into You árið 2009 og lék í Iron Man 2 ásamt Robert Downey Jr. og Samuel L. Jackson.
20. maí 2008 gaf Scarlett út sína fyrstu plötu, Anywhere I Lay My Head, þar sem hún söng lög Tom Waits. Önnur platan hennar, Break Up með Pete Yorn kom út í september 2009.
Árið 2010 lék hún ofurnjósnarann Black Widow (Natasha Romanov) í Marvel-ofurhetjumyndinni Iron Man 2 og endurtók hlutverkið í ofurhetjumyndinni The Avengers.
Ár | Mynd | Hlutverk | Athugasemdir |
---|---|---|---|
1994 | North | Laura Nelson | |
1995 | Just Cause | Kate Armstrong | |
1996 | Manny & Lo | Amanda | Takmörkuð upplag Tilnefnd— Independent Spirit verðlaunin fyrir besta frammistöðu í aðalhlutverki |
If Lucy Fell | Emily | ||
1997 | Home Alone 3 | Molly Pruitt | |
Fall | Lítil stelpa | ||
1998 | The Horse Whisperer | Grace MacLean | Tilnefnd-Verðlaun Samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Vænlegasti nýlðinn |
1999 | My Brother the Pig | Kathy Caldwell | |
2001 | The Man Who Wasn't There | Rachael 'Birdy' Abundas | |
Ghost World | Rebecca | Chlotrudis verðlaun: Besta leikkona í aukahlutverki Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Toronto: Besta leikkona í aukahlutverki Tilnefnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda á netinu: Besta leikkona í aukahlutverki | |
An American Rhapsody | Zsuzsi/Suzanne Sandor (15 ára) | ||
2002 | Eight Legged Freaks | Ashley Parker | |
2003 | Lost in Translation | Charlotte | BAFTA verðlaun: Besta leikkona í aðalhlutverki Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Boston: Besta leikkona Tilnenfnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í útvarpi: Besta leikkona í aukahlutverki Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Besta leikkona Tilnefnd-Chlotrudis verðlaun: Besta leikkona Tilnefnd—Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í söngleik/gamanmynd Tilnefnd:—Írsku kvikmynda-og sjónvarpsverðlaunin: Besta erlenda leikkona Tilnefnd-Verðlaun kvikmyndagagnrýnenda á netinu: Besta leikkona Tilnefnd—Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Phoenix: Besta leikkona Tilnefnd:Satellite verðlaun: Besti leikari-söngleikur/gamanmynd |
Girl with a Pearl Earring | Griet | Tilnefnd-BAFTA verðlaun: Besta leikkona í aðalhlutverki Tilnefnd-British Independent kvikmyndaverðlaunin: Besta leikkona Tilnefnd: Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í dramakvikmynd Tilnefnd-London Fil Critics Circle verðlaun: Besta leikkona Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Phoenix: Besta leikkona | |
2004 | A Love Song for Bobby Long | Pursy Will | Takmarkað upplag Tilnefnd-Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í Dramakvikmynd |
A Good Woman | Meg Windermere | Takmarkað upplag | |
The SpongeBob SquarePants Movie | Mindy | Rödd | |
The Perfect Score | Francesca Curtis | ||
In Good Company | Alex Foreman | ||
2005 | The Island | Jordan Two Delta/Sarah Jordan | |
Match Point | Nola Rice | Tilnefnd-Verðlaun samtaka kvikmyndagagnrýnenda í Chicago: Besta leikkona í aukahlutverki Tilnefnd-Golden Globe verðlaun: Besta leikkona í aukahlutverki | |
2006 | Scoop | Sondra Pransky | |
The Black Dahlia | Katherine 'Kay' Lake | ||
The Prestige | Olivia Wenscombe | ||
2007 | The Nanny Diaries | Annie Braddock | |
2008 | The Other Boleyn Girl | Mary Boleyn | |
Vicky Cristina Barcelona | Cristina | ||
The Spirit | Silken Floss | ||
2009 | He's Just Not That into You | Anna | |
2010 | Iron Man 2 | Natalie Rushman/Black Widow |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.