From Wikipedia, the free encyclopedia
Sammi og Kobbi eða Sammabækurnar (franska: Sammy) eru belgískar teiknimyndasögur eftir höfundinn Raoul Cauvin, en listamaðurinn Berck teiknaði flestar þeirra. Sögurnar fjalla á gamansaman hátt um félagana Samma og Kobba og ævintýri þeirra í Chicago á bannárunum á þriðja áratugnum. Ævintýri þeirra Samma og Kobba birtust fyrst sem framhaldssögur í teiknimyndablaðinu Sval en voru jafnóðum gefnar út á bókaformi. Bækurnar urðu fjörutíu talsins og komu út á árunum 1970 til 2009. Ellefu þeirra hafa komið út í íslenskri þýðingu.
Kobbi (Jack Attaway) er stjórnandi lítillar lífvarðastofu. Hann er skapbráður en hrifnæmur og lætur auðveldlega plata sig út í hvers kyns svaðilfarir ef von er á gróða. Vinur hans og aðstoðarmaður Sammi (Sammy Day) er rödd skynseminnar í bókunum og reynir að tala um fyrir félaga sínum og vara hann við aðsteðjandi hættum.
Sögusvið bókanna fer út um víðan völl og til fjarlægra landa. Stundum koma jafnvel við sögu yfirnáttúrulegar verur, s.s. draugar og lifandi múmíur. Oftast nær fjalla sögurnar þó um skipulagða glæpastarfsemi í Chicago á tímum bannáranna. Raunverulegar sögulegar persónur eru kynntar til sögunnar, s.s. glæpaforinginn Al Capone og löggæslumaðurinn Elliot Ness.
Samma og Kobba-bækurnar eru 40 að tölu, en nokkrar fyrstu sögurnar um ævintýri þeirra voru ekki gefnar út á bók. Listinn sýnir nöfn og útgáfuár bókanna á frönsku og íslensk heiti, númer og útgáfuár þar sem við á:
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.