Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Salome Þorkelsdóttir (f. 3. júlí 1927) er fyrrverandi alþingismaður og fyrrum forseti Alþingis. Salome sat á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjaneskjördæmi frá 1979-1995.
Salome fæddist í Reykjavík og foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Sigurðsson vélstjóri og Anna Þorbjörg Sigurðardóttir húsmóðir. Eiginmaður Salome var Jóel Kristinn Jóelsson (1921-2007) garðyrkjubóndi í Mosfellsdal. Salome og Jóel eignuðust þrjú börn.
Salome lauk námi frá Kvennaskólanum í Reykjavík árið 1945. Hún vann skrifstofustörf frá 1945-1967 og 1967-1979 og var t.d. aðalgjaldkeri Mosfellshrepps frá 1972-1979. Hún sat í hreppsnefnd Mosfellshrepps frá 1966-1982 og var oddviti hreppsins frá 1981-1982. Hún var formaður Samtaka sveitarfélaga í Reykjaneskjördæmi frá 1975-1979, formaður fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna í Kjósarsýslu frá 1972-1980 og sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins frá 1973-1987.
Salome var kosin á þing árið 1979 og sat á þingi til ársins 1995. Hún gegndi embætti forseta Alþingis frá 1991-1995.[1] Eftir að Salóme lét af þingmennsku var hún m.a. formaður Félags eldri sjálstæðismanna.
Árið 1993 var Salome sæmd stórriddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í opinbera þágu[2] og árið 2007 var hún útnefnd Heiðursborgari Mosfellsbæjar.[3]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.