Remove ads
From Wikipedia, the free encyclopedia
Sál er samkvæmt mörgum trúarbrögðum og heimspekistefnum álitin vera sjálfsmeðvitaður en óefnislegur hluti af lifandi veru. Oft er sálin talin vera nokkurs konar kjarni eða veigamesti hluti lífverunnar, og undirstaða skynjunar og skilnings. Engu að síður er sál yfirleitt talin vera aðskiljanleg frá efnislegum hluta lífverunnar, í þeim skilningi að tilvera sálarinnar þarf ekki að enda þótt líf og tilvera lífverunnar endi.
Hugmyndin um sál er náskyld hugmyndum um líf eftir dauðann, en mismunandi trúarbrögðum ber þó ekki saman um eðli sálarinnar eða hvað verður um sálina eftir dauða líkamans. Í mörgum trúarbrögðum, t.d. kristni er sálin eilíf.
Þrátt fyrir heiti fræðigreinarinnar, fæst sálfræði ekki við sálina.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.