From Wikipedia, the free encyclopedia
Möðruætt[1] (latína: Rubiaceae) er ein stærsta ætt blómplantna. Hún inniheldur 611 ættkvíslir og um 13.500 tegundir. Meðal tegunda sem tilheyra möðruætt er kaffirunninn (Coffea arabica).
Möðruætt | ||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blámaðra (Sherardia arvensis) | ||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||
| ||||||||||
Type genus | ||||||||||
Rubia | ||||||||||
Ættkvíslir | ||||||||||
611 talsins. | ||||||||||
Flestar tegundir af möðruætt eru tré eða runnar sem lifa í hitabeltinu en sumar tegundir lifa í tempraða beltinu og eru graskenndar jurtir.[2]
Möðruætt er nokkuð fjölbreytt þegar kemur að plöntueinkennum. Flestar tegundir hafa einföld heilrend lauf sem vaxa gagnstæð eða kringstæð á stönglinum. Plönturnar hafa axlarblöð og sumar tegundir hafa kalsíum oxalat í blöðunum.[2]
Blómin eru undirsætin blóm og vaxa yfirleitt saman í klösum eða í hring í kringum stilkinn. Blómin hafa 4-5 laus bikarblöð, 4-5 laus krónublöð og 4-5 fræfla. Aldinið er klofaldin, hýðisaldin eða ber. Sumar tegundir hafa vængjuð fræ. Hitabeltistegundir hafa oft litrík og áberandi blóm en tegundir á tempruðum svæðum hafa frekar smá og lítið áberandi blóm.[2]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.