From Wikipedia, the free encyclopedia
Robert Wodborn var biskup á Hólum 1441, eða í nokkra mánuði.
Robert Wodborn var enskur einsetumunkur af Ágústínusarreglu, sem fékk árið 1441 páfaveitingu fyrir biskupsembætti á Hólum. Sjá páfabiskupar. Talið er víst að Robert hafi aldrei til Íslands komið, og er því á mörkunum að hægt sé að telja hann meðal Hólabiskupa.
Áslákur Bolt erkibiskup í Niðarósi nýtti sér ákvæði sem kirkjuþingið í Basel hafði veitt skömmu áður, greip fram fyrir hendur páfa og skipaði um 1442 Gottskálk Keniksson í embætti Hólabiskups, áður en Robert Wodborn náði að taka við embættinu. Var þá lokið afskiptum páfa af skipun biskupa á Hólum.
Ekkert annað er vitað um uppruna Roberts Wodborn, né hvenær hann dó.
Fyrirrennari: Jón Bloxwich |
|
Eftirmaður: Gottskálk Keniksson |
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.