Rjómabú er mjólkurvinnslufyrirtæki sem voru um tíma algeng og eru fyrirrennarar mjólkurbúa nútímans. Mörg rjómabú voru starfandi á Íslandi frá 1900 og fram að fyrri heimsstyrjöldinni og seldu þau smjör sem selt var innanlands eða flutt erlendis. Fyrsta rjómabúið tók til starfa árið 1900 en það Áslækjarbúið í Hrunamannahreppi. Árið 1901 voru 3 ný bú stofnuð; árið 1902 stofnuð 5 ný bú; árið 1903 aftur stofnuð 5 ný, og árin 1904 og 1905 stofnuð 10 ný bú, hvort árið, svo við árslok 1905 voru rjómabúin orðin 34. Flest voru rjómabúin í Árnessýslu og Rangárvallasýslu. Veitt voru lán á hagstæðum kjörum úr Viðlagasjóði til stofnunar rjóma- og ostabúa. Mjólkurskóli var stofnaður á Hvanneyri haustið 1900 og starfaði hann til ársins 1918, lengst af á Hvítárvöllum. Mjólkurskólinn var eingöngu ætlaður konum og voru það konur sem unnu á rjómabúunum.
Það þarf að skrifa þessa grein út frá alþjóðlegu sjónarmiði. Vinsamlegast bættu greinina eða ræddu málið á spjallsíðunni. |
Áslækjar-rjómabúið
Upphaf rjómabúa á Íslandi má rekja til þess að sumarið 1900 gerðu 5 bændur í Hrunamannahreppi félag með sér og fluttu nýmjólkina saman á einn stað (að SyðraSeli), skildu hana þar í stórri skilvindu, fluttu undanrennu og áir aftur heim til sín, en létu strokka smjör úr rjómanum. Strokkað var með handafli. Smjörið var selt til útflutnings.
Hjalla-búið
Félagið var stofnað af 16 bændum og tók til starfa sumarið 1902
Rauðalækjar-búið
Rjómabúið var stofnað vorið 1902 af 24 mönnum, 13 úr Ásahreppi, 8 úr Holtahreppi og 3 Rangvellingum. Byggt var hús fyrir búið sunnarlega í Holtahreppi við Rauðalækinn og notað vatnsafl.
Rjómabú Skeiðahrepps
Rjómabúið var stofnað vorið 1903 af 31 félagsmönnum. Búið framleiddi mest á dag 140 pd. af smjöri.
Tengt efni
Heimildir
- Rjómabúin I, Ísafold, 7. tölublað (13.02.1904), Bls 25
- Rjómabúin II, Ísafold, 9. tölublað (27.02.1904), Bls. 34
- Rjómabúin í Þingeyjarsýslu og Eyjafjarðar, Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga, 2. Tölublað (01.06.1907), Bls. 104
- H.J. Grönfeldt, Skýrsla um mjólkurskólann og mjólkurbúin 1903, Búnaðarrit, 1. Tölublað (01.01.1904), Bls. 56
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.