bók um Lukku Láka frá árinu 1967 From Wikipedia, the free encyclopedia
Rex og pex í Mexíkó (franska: Tortillas pour les Dalton) eftir Maurice de Bevere (Morris) og René Goscinny er 31. bókin í bókaflokknum um Lukku Láka. Bókin kom út árið 1967, en sagan sem hún hefur að geyma birtist fyrst í teiknimyndablaðinu Sval (f. Le Journal de Spirou) árið 1966.
Fangelsið sem geymir Daldónana er yfirfullt og er ákveðið að flytja þá í fangavagni í annað fangelsi nærri mexíkósku landamærunum. Á leið þangað er fangavagninum rænt af bandíttanum Emilíó Espúelas og gengi hans og flytja þeir vagninn yfir ána Rio Grande inn í Mexíkó. Þegar ríkisstjórn Mexíkó hótar að slíta stjórnmálasambandi við Bandaríkin vegna málsins fellst Lukku Láki á að fara til Mexíkó til hafa hendur í hári Daldóna og flytja þá aftur til sinna fyrri heimkynna. Jobbi Daltón telur Emilíó trú um að sérþekking Daldónanna á afbrotum geti komið honum að notum og þeir gera með sér óformlegt bandalag. Lukku Láki kemur til bæjarins Kochitakozingo í fylgd Léttfeta og Rattata, en þar er litla hjálp að fá þar sem lögreglustjóri Ko ... bæjarins óttast mjög Emilíó og kumpána hans. Æðsti draumur Emilíós er að ræna stærsta jarðeiganda héraðsins, Don Dósóþeos Pinnos, og heimta fyrir hann ríkulegt lausnargjald. Þegar leiðir Lukku Láka og Don Dósóþeosar liggja saman fyrir tilviljun taka þeir höndum saman um að leggja gildru fyrir Emilíó og efna til veislu á búgarði Dósóþeosar. Emilíó sér sér leik á borði og sendir Daldónana í veisluna dulbúna sem farandsöngvara til þess að ræna Don Dósóþeosi.
Rex og pex í Mexíkó var gefin út af Fjölva árið 1978 í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þetta er sjöunda bókin í íslensku ritröðinni.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.