From Wikipedia, the free encyclopedia
Rauðskinna (einnig nefnd: bók máttarins [1] ) er galdrabók sem samkvæmt þjóðsögunum er sögð grafin með Gottskálki grimma biskup. Af þeirri bók átti að vera hægt að læra svo ramma galdra, að hægt væri að sigra kölska sjálfan og ná valdi yfir honum. Sumstaðar segir að sá sem nær þeirri bók geti allt, hann verði voldugasti maður í heimi.
Galdra-Loftur á að hafa reynt að vekja Gottskálk upp til að komast yfir Rauðskinnu. Gísli Konráðsson nefnir þrjá skólasveina, sem voru í vitorði með Lofti. En bráðlæti Lofts varð honum að falli, því strax þegar hann sá Rauðskinnu, þreif hann til hennar, en það var of snemmt og af misskilningi hringdi einn af félögum Lofts klukkunum og Gottskálk komst í gröfina með Rauðskinnu með sér.
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.