From Wikipedia, the free encyclopedia
Rauðyllir (fræðiheiti: Sambucus racemosa) er tegund af ylli[2][3] sem ýmist er skipt í allnokkrar undirtegundir eða sjálfstæðar tegundir.
Rauðyllir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sambucus racemosa L. | ||||||||||||||
Undirtegundir | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Rauðyllir er uppruninn frá Evrópu, norðurhluta Asíu, og Norður-Ameríku.[1] Hann vex í frjósömum og rökum jarðvegi, á árbökkum og skógum.[4]
Rauðyllir er runni eða tré allt að 6 metra hátt. Stofninn og greinarnar eru með mjúkum kjarna.
Hvert blað er samsett af 5 til 7 blaðlaga smáblöðum, hvert að 16 sm langt, lensulaga til mjóegglaga, og óreglulega tennt á jaðrinum. Blöðin eru með óþægilega lykt ef þau eru kramin.[5]
Blómskipunin vægt keilulaga. Blómaknúpparnir eru bleikleitir óopnaðir, ilmandi blómin hvít, rjómahvít til gulleit.[4]
Berin eru fagurrauð, jafnvel purpuralituð, með 3 til 5 fræjum.
Stofnar, rætur og blöð eru eitruð og berin geta verið eitruð eða valdið velgju ef þau eru étin hrá.[15]
Hann hefur verið notaður í hefðbundnar lækningar innfæddra, þar á meðal Bella Coola, Carrier, Gitksan, Hesquiaht, Menominee, Northern Paiute, Ojibwa, Paiute, og Potawatomi.[4][16] Þar á meðal til uppkasta, stemmandi (hægðir), gegn kvefi og hósta, við húðvandamálum og kvenlækningar og blóðstemmandi.[16]
Berin eru talin örugg til átu ef þau eru elduð, en yfirleitt eitruð hrá. Þau voru nýtt af ýmsum innfæddum ættflokkum, þar á meðal Apache, Bella Coola, Gitxsan, Gosiute, Makah, Ojibwa, Quileute, Skokomish og Yurok.[4]
Berin eru vinsæl hjá fuglum sem svo dreifa berjunum.[17]
Sambucus racemosa er ræktaður sem skrautplanta eða runni og til að forma landslag.[15]
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.