Rannsóknarréttur
From Wikipedia, the free encyclopedia
Rannsóknarréttur er heiti á ýmsum stofnunum innan kaþólsku kirkjunnar sem rannsökuðu brot gegn kirkjurétti, einkum villutrú, frá miðöldum til 19. aldar. Fyrstu rannsóknarréttirnir voru biskupsréttir sem settir voru upp í Suður-Frakklandi 1184 til að berjast gegn kaþarisma. Nokkrum áratugum síðar fékk dóminíkanareglan það hlutverk að sjá um slíkar rannsóknir. Rannsóknarréttir dæmdu ekki hina seku eða sáu um refsingar, heldu létu fanga sína í hendur á veraldlegum yfirvöldum sem sáu um útfærslu refsinganna, oftast þó samkvæmt fyrirmælum kirkjunnar.
Rannsóknarréttirnir voru oft pólitískt valdatæki og athafnasvið þeirra var breitt. Auk þess að rannsaka villutrú, tengdust þeir gyðingaofsóknum, nornaveiðum og undirokun frumbyggja í nýlendum Spánverja og Portúgala. Meðal aðferða sem þeir notuðu voru pyntingar. Hinir seku voru látnir ganga opinbera iðrunargöngu (autodafé) áður en þeir voru teknir af lífi.
Rannsóknarréttur á einkum við fjórar aðskildar stofnanir: Rannsóknarréttur miðalda var virkur frá 1184 til 16. aldar og taldi einkum rannsóknarrétti biskupa og dóminíkanareglunnar; spænski rannsóknarrétturinn starfaði frá 1478 til 1834 og heyrði í reynd undir Spánarkonung; portúgalski rannsóknarrétturinn starfaði frá 1536 til 1821 og heyrði á sama hátt undir konung Portúgals; rómverski rannsóknarrétturinn starfaði frá 1542 til um 1860 og heyrði undir páfa.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist rannsóknarréttinum.
Wikiwand in your browser!
Seamless Wikipedia browsing. On steroids.
Every time you click a link to Wikipedia, Wiktionary or Wikiquote in your browser's search results, it will show the modern Wikiwand interface.
Wikiwand extension is a five stars, simple, with minimum permission required to keep your browsing private, safe and transparent.